Víðidalstunguheiði - Fish Partner

Víðidalstunguheiði

Víðidalstunguheiði  í Vestur-Húnavatnssýslu er í um 550 m hæð yfir sjávarmáli og telur 6 vötn ásamt fjölda lítilla lækja, sem allt geymir fisk. Mest er um bleikju að ræða en einnig er urriði á sumum stöðum. Leiðin að vötnunum er eingöngu fyrir fjórhjóladrifna bíla og er um 45 kílómetra leið upp úr Víðidal í Kolgrímsvötn, en styttra til hinna. Þetta er spennandi heiðaveiði fyrir alla. Heiðin er oft ekki fær fyrr en um mitt sumar og eru veiðimenn beðnir um að kanna færð á vegum áður en að lagt er í hann. Veiðin er að öllu jöfnu best frá miðjum júlí og út ágúst mánuð.

Kolgrímsvötn

Kolgrímsvötn eru þrjú talsins. Flatarmál vatnanna er frá 0.11 og upp í 0,40 km². Þarna er mest um eins til tveggja punda fiska. En þó veiðast mun væni fiskar innanum. Um er að ræða bæði urriða og bleikju.

Hólmavatn

Hólmavatn er um 0.62 km². Úr því fellur Öxná vestur til Víðidalsár.Góð veiði er í vatninu, mest er um tveggja punda bleikju og talkinn afbragðs matfiskur.  Gott aðgengi er að vatninu, en eingöngu á fjórhjóladrifnum bílum.

Melrakkavatn

Skemmtilegt bleikjuvatn sem vert er að kanna en sögur fara af vænum bleikjum í vatninu. Mest er þó um að ræða punds bleikjur.

Lækur rennur á milli Hólmavatns og Melrakkavatns sem getur einnig geymt fiska. Jeppaslóði liggur að vatninu,  Vatnið er um 1km²

Þrístikkla

Vatnið er í raun tvö vötn og mikið er af smábleikju í vatninu en veiðin getur oft verið mikil þegar fólk hittir á rétt augnablik. Jeppaslóði liggur upp að vatninu og er það um 0,7 km²

Bergárvatn

Eingöngu bleikja er í Bergárvatni en þar á Bergáin upptök sín.Vatnið er nyrsta vatnið á heiðinni og það fyrsta sem komið er að.  Mikið er af bleikju í vatninu og getur fólk lent þar í ævintýralegri veiði.  Vatnið er um 1.3 km². Jeppaslóði er upp að vatninu.

Skálsvatn

Þetta er lítið vatn sem er um 0,5km² og geymir töluvert af bleikju. Skálslækur rennur til Víðidalsár úr vatninu. Vatnið hefur litla ástundun fengið síðari ár en um eins og hálfs kílómetra gangur er að vatninu frá veginum. Það gæti vel verið þess virði að leggja á sig þann gang

Bergá

Rennur úr Bergárvatni og rennur síðan í Víðidalsá. Hún um 10 km löng og er veiðin eingöngu bleikja sem að mestu kemur úr Bergárvatni. Það er oft mikið magn af bleikju í ánni sem tekur vel agn. Hún er þó að mestu leyti frekar smá, eða frá hálfu upp í eitt pund. Að ánni er u.þ.b. 10 mínútna gangur og svo gengið upp með henni. Veiðin er oftast best í efri hluta árinnar. Best er að veiði í ánni upp úr miðjum júlí og fram í september. Skilti er þar sem styðst er að ánni. Bergáin er talin góð til þess fallin að fara þangað með unga veiðimenn og leyfa þeim að æfa sig í fluguveiðum. Best er að leggja við skilti sem er merkt Bergá og labba þaðan að ánni. Mælt er með að labbaH upp ánna þaðan.

Öxná

Fellur úr hólmavatni.  Hún er vatnslítil eins og er einkennandi fyrir árnar á heiðinni en geymir þó fisk,

Haugakvísl

Þessi litla á getur leynt á sér, hér er að finna bæði urriða og bleikju.  Áin sameinast úr ytri og syðri Haugakvíslum. Þær eiga upptök sín úr lækjum á heiðinni og sameinast í Haugakvísl sem rennur svo sameinuð í Víðidalsá.

Sandfellskvísl

Vatnslítil á sem geymir smábleikju. Áin fellur í Víðidalsá

Dauðsmannskvísl

Áin rennur steinsnar frá Fellaskála og er aðgengileg þar í kring. Hún ber því sérkennilega nafni Dauðsmannskvísl þar til hún mætir Sandfellskvísl, Þegar að þær sameinast verður úr Víðidalsá

Almennar upplýsingar

Þegar lagt er á heiðina er ekinn jeppavegur sem leið liggur upp úr Víðidal hjá Hrappsstöðum, yfir brúna á Bergá og fram fyrir heiðargirðingu. Þeir sem fara í Bergá geta lagt við skilti með nafni árinnar. Þeir sem fara í vötnin halda svo áfram og fara út af slóðinni við skilti með nöfnum vatnanna. Frá Hrappsstöðum eru um 45 km aðKolgrímsvötnum, en mun styttra að hinum vötnunum.

Veiðimenn eru beðnir að ganga vel um landið, aka ekki utan vegar og taka allt rusl með sér heim. Þeir sem vilja nota gangnamannaskálana á heiðinni skulu hafa samband við umsjónarmann skálanna.

Júlíus Guðni Antonsson, sími: 865 8177

Kort

 

Fjarlægð frá Reykjavík:

210km

Veiðitímabil:

Frá því fært er - 30. September

Meðalstærð:

1/2-2 pund efitr vötnum

Fjöldi stanga:

Ótakmarkað

Leyfilegt agn:

Fluga, maðkur, spún

Veiðibúnaður:

Bestu flugurnar:

Húsnæði:

Aðgengi:

4x4

Veiðileyfi

Öll verð miðast við eina stöng

Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.