Vaðall við Breiðuvík - Fish Partner

Vaðall við Breiðuvík

Vaðall við Breiðuvík

Vaðallinn er skemmtilegt vatn við Breiðuvík á vestfjörðum. Vatnið er hálfgert lón sem hefur stundum tengingu við sjó. Vaðallinn er smekkfullur af urriða, mest er það smáfiskur en sæmilegir matfiskar inn á milli. Þetta er eitt af þeim vötnum þar sem allir fá fisk og því er þetta tilvalið fyrir yngstu veiðimennina.

Góð þjónusta er á svæðinu því Hótel Breiðavík er þar með góða og fjölbreytta gistingu. Uppábúið, svefnpoka gisting, smáhýsi og tjaldsvæði. Einnig er veitingastaður og bar á hótelinu.

Tilvalið að tengja þessa veiðiferð við ferðalag um vestfirðina.

Leiðarlýsing

Vegalengd frá Reykjavík er um 415km og um 50 km frá Patreksfirði. Ekið er um Þjóðveg 1 á leið vestur þar til beygt er til vinstri á Vestfjarðarveg (60). Það er ekið í um 218km þar til komið er að Flókalundi. Þaðan er beygt inn á Barðastrandarveg (62) og ekið í um 80 km þar til komið er að Breiðavík.

Veiðisvæðið

Veiði er heimil í öllu vatninu

Veiðitímabil

15 maí – 15 september

Veiðitími

Veiðitími er frjáls, en þó ekki lengur en 12 klukkutíma á dag

 

 

Fjarlægð frá Reykjavík:

415km

Veiðitímabil:

15.maí-15.september

Meðalstærð:

1pund

Fjöldi stanga:

Ótakmarkað

Leyfilegt agn:

Fluga, maðkur, spúnn

Veiðibúnaður:

#4-6 einhenda

Bestu flugurnar:

Straumflugur, þurrflugur og púpur

Húsnæði:

Hægt að fá gistingu á Breiðuvík

Aðgengi:

Myndasafn

Veiðileyfi

Öll verð miðast við eina stöng

Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.