Vaðall við Breiðuvík - Fish Partner

Vaðall við Breiðuvík

Vaðall við Breiðuvík

Vaðallinn er skemmtilegt vatn við Breiðuvík á vestfjörðum. Vatnið er hálfgert lón sem hefur stundum tengingu við sjó. Vaðallinn er smekkfullur af urriða, mest er það smáfiskur en sæmilegir matfiskar inn á milli. Þetta er eitt af þeim vötnum þar sem allir fá fisk og því er þetta tilvalið fyrir yngstu veiðimennina.

Góð þjónusta er á svæðinu því Hótel Breiðavík er þar með góða og fjölbreytta gistingu. Uppábúið, svefnpoka gisting, smáhýsi og tjaldsvæði. Einnig er veitingastaður og bar á hótelinu.

Tilvalið að tengja þessa veiðiferð við ferðalag um vestfirðina.

Leiðarlýsing

Vegalengd frá Reykjavík er um 415km og um 50 km frá Patreksfirði. Ekið er um Þjóðveg 1 á leið vestur þar til beygt er til vinstri á Vestfjarðarveg (60). Það er ekið í um 218km þar til komið er að Flókalundi. Þaðan er beygt inn á Barðastrandarveg (62) og ekið í um 80 km þar til komið er að Breiðavík.

Veiðisvæðið

Veiði er heimil í öllu vatninu

Veiðitímabil

15 maí – 15 september

Veiðitími

Veiðitími er frjáls, en þó ekki lengur en 12 klukkutíma á dag

 

 

Fjarlægð frá Reykjavík:

415km

Veiðitímabil:

15.maí-15.september

Meðalstærð:

1pund

Fjöldi stanga:

Ótakmarkað

Leyfilegt agn:

Fluga, maðkur, spúnn

Veiðibúnaður:

#4-6 einhenda

Bestu flugurnar:

Straumflugur, þurrflugur og púpur

Húsnæði:

Hægt að fá gistingu á Breiðuvík

Aðgengi:

Myndasafn

Veiðileyfi

Öll verð miðast við eina stöng

Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Síðsumarsá í stóbrotinni náttúru – Þessi tveggja stanga perla og rennur í gríðarlega fallegu, skógi vöxnu, umhverfi í Þjórsárdal.