Torfavatn - Fish Partner

Torfavatn

Torfavatn er lítið vatn á Rangárvallaafrétti sunnan Álftavatns. Það er í um 530 metra hæð yfir sjávarmáli og er um 1/2 km² að flatarmáli. Vatnið liggur við “Laugaveginn”, gönguleiðina á milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Ferðafélag Íslands, Er með aðstöðu við Álftavatn vatnið og bíður uppá svefnpokapláss og tjaldstæði. Finna má frekari upplýsingar inn á vef ferðafélgsins: https://www.fi.is/is/skalar/skalar-ferdafelags-islands/alftavatn

Í vatninu er mikið af smárri bleikju, sem var á sínum tíma sleppt í vatnið.  Náttúrufegurðin er mikil við vatnið og skemmtilegt að leika sér að bleikjunni í þessum fallega fjallasal . Vatnið er kjörið fyrir unga veiðimenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í veiði. Aðgengi gott en nauðsynlegt er að vera á fjórhjóladrifnum bíl.

Leiðarlýsing
Fjarlægð frá Reykjavík er um 160 km. Ekin er Fjallabaksleið Syðri. 

Veiðitími
Frá því að Fjallabaksleið syðri opnar – 30. September. Veiða má í vatninu allan sólarhringinn.

Fylgjast má með færð á vef vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/ferdaupplysingar/faerd-og-vedur/sudurland-faerd-kort/

Reglur
Hundar: Já
Notkun báta: Já
Netaveiði: Nei
Kvóti: Enginn kvóti er og skulu veiðimenn hirða með sér allan fisk.

Upplysingar
Fjarlægð frá Reykjavík: 160km
Veiðitímabil: Frá því að vegur opnar – 1. september
Meðalstærð: ½- 1 pund
Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spúnn
Bestu flugur: Ýmsar straumflugur og púpur
Húsnæði: Skáli Ferðafélsgs íslands við Áftavatn.
Tjalda: Tjaldstæði er á svæðinu á vegum Ferðafélags Íslands
Veitingar: Veitingaskáli er við Álftavatn.
Aðgengi: Fært fjórhjóladrifnum bílum.

 

Fjarlægð frá Reykjavík:

160km

Veiðitímabil:

Frá því að vegur opnar - 1. september

Meðalstærð:

½- 1 pund

Fjöldi stanga:

Ótakmarkað

Leyfilegt agn:

Fluga, maðkur, spún

Veiðibúnaður:

Bestu flugurnar:

Húsnæði:

Aðgengi:

Fært fjórhjóladrifnum bílum.

Myndasafn

Veiðileyfi

Öll verð miðast við eina stöng

Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.