Minnivallalækur - Fish Partner Veiðifélag - Urriða veiði

Minnivallalækur

Fjarlægð frá Reykjavík:

110km

Veiðitímabil:

1. apríl - 30. september

Meðalstærð:

3-4 pund

Fjöldi stanga:

4

Leyfilegt agn:

Fluga

Veiðibúnaður:

Einhenda #4-6

Bestu flugurnar:

Litlar mýpúpur og þurflugur

Húsnæði:

Veiðihúsið við Minnivallalæk

Aðgengi:

Gott

Minnivallalækur

Minnivallalækur er eitt vinsælasta urriðasvæði landsins, bæði meðal innlendra sem erlendra veiðimanna og ekki af ástæðulausu. Þessi gullfallega litla á geymir tröllvaxna urriða sem eru sýnt veiði en ekki gefin. Fiskurinn getur verið styggur bæði á taum og umgang og þarf því að fara varlega um bakka árinar. Litlar púpur og þurflugur gefa yfirleitt besta veiði þó straumflugur séu vissulega áhrifaríkar við réttar aðstæður.  4 stangir eru leyfðar í ánni og eru þær allar seldar saman, með húsi, uppábúnum rúmum og þrifum í tveggja daga hollum. Veiðihúsið er notalegt 4 herbergja hús sem stendur á bökkum árinar við Húsabreiðu, ein gjöfulasta veiðistað árinar.

Veiðifélagar Fish Partner fá 3% endurgreiðslu í formi veiðikróna við kaup á leyfi í Minnivallalæk í vefsölu

Veiðileyfi

Öll verð miðast við eina stöng

Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Grenilækur rennur í Landbroti vestan við Kirkjubæjarklaustur. Lækurinn er eitt af bestu sjóbirtingsveiðisvæðum heims og hefur notið gríðarlegra vinsælda um árabil.