Ljótipollur - Fish Partner

Ljótipollur

Ljótipollur er sprengigígur á Landmannaafrétti norðaustur frá Frostastaðavatni. Er gígurinn á eldsprungu þeirri sem mótaði Veiðivötn og hefur orðið til á sögulegum tíma svo sem sprungan öll.

Allmikil hæð hefur hlaðist upp kringum gígskálina sem að innan er skreytt rauðum, grænum og dökkum litum en kalt, grænleitt vatn er í botni hennar.

Illfær brattur jeppalóði liggur að Ljótapolli og upp á gígbarminn

Þrátt fyrir nafnið er gígurinn geysilega fagur og umhverfið er engu öðru líkt.

Vatnið er í 570 m hæð yfir sjávarmáli og er flatarmál þess um 0.45 km². Mesta dýpi er 14 m og meðaldýpi talið vera um 8 m.

Ljótipollur hefur lengi verið talið eitt besta veiðivatn Framvatna.

Í vatninu er einungis urriði, mest af honum er um 1pund en þeir stærstu ná 5 pundum. Gígbarmarnir eru brattir, um 70-120 m háir, og best að fara varlega niður að vatni.

Það er vel þess virði að skreppa í Ljótapoll og oft er veiðin mjög góð.

 

Veiðimenn athugið! Munið að skila veiðiskýrslum. Það er bæði hægt að skila skýrslu í póstkassa við afleggjara að Ljótapolli, koma við í landmannahelli eða rafrænt hér

Veiðifélagar Fish Partner veiða frítt í Ljótapolli

 

Fjarlægð frá Reykjavík:

185km

Veiðitímabil:

Þegar vegur inn í Landmannalaugar er opinn

Meðalstærð:

1 pund

Fjöldi stanga:

Ótakmarkað

Leyfilegt agn:

Fluga, maðkur, spún

Veiðibúnaður:

#4-6

Bestu flugurnar:

Straumflugur

Húsnæði:

Næsta gisting í boði við Landmannahelli

Aðgengi:

Veiðileyfi

Öll verð miðast við eina stöng

Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.