Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Laufavatn
Laufavatn er lítið fallegt vatn á Rangárvallaafrétti undir fjallinu Laufafelli. Það er í um 530 metra hæð yfir sjávarmáli og er um 1.12 km² að flatarmáli. Vatnið liggur við Við fjallabaksleið syðri of er slóði frá veginum að vatninu. Gott aðgengi er að vatninu en þó eingöngu fyrir fjórhjóladrifsbíla eins og Fjallabaksleiðin. Vatnið er steinsnar frá Álftavatni þar sem hægt er að fá gistingu hjá ferðafélagi íslands. Bæði í Skála og tjaldi. https://www.fi.is/is/skalar/skalar-ferdafelags-islands/alftavatn
Í Laufavatni er mikið af smárri bleikju, sem var á sínum tíma sleppt í vatnið. Vatnið er kjörið fyrir unga veiðimenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í veiði því hér fá oftast allir fisk. Umhverfið er geysifagurt og mikil upplifun að vera þarna á fallegum sumardögum.
Leiðarlýsing
Fjarlægð frá Reykjavik er um 160 km. Ekin er Fjallabaksleið Syðri.
Veiðitími
Frá því að Fjallabaksleið syðri opnar – 30. September. Veiða má í vatninu allan sólarhringinn.
Fylgjast má með færð á vef vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/ferdaupplysingar/faerd-og-vedur/sudurland-faerd-kort/
Reglur
Hundar: Já, í bandi
Notkun báta: Já, en sýna þarf veiðimönnum á landi virðingu
Netaveiði: Nei
Hirða skal allan fisk sem veiddur er úr vötnunum
Upplýsingar
Fjarlægð frá Reykjavík: 160km
Veiðitímabil: Frá því að vegur opnar – 1. september
Meðalstærð: ½- 1 pund
Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spúnn
Bestu flugur: Ýmsar straumflugur og púpur
Húsnæði: Skáli Ferðafélsgs íslands við Áftavatn er hægt að leiga.
Tjalda: Tjaldstæði er stutt frá á vegum Ferðafélags Íslands
Veitingar: Veitingaskáli er við Álftavatn
Aðgengi: Fært fjórhjóladrifnum bílum.
Fjarlægð frá Reykjavík:
160km
Veiðitímabil:
Frá því að vegur opnar - 1. september
Meðalstærð:
½ pund
Fjöldi stanga:
Ótakmarkað
Leyfilegt agn:
Fluga, maðkur og spúnn
Veiðibúnaður:
Bestu flugurnar:
Húsnæði:
Aðgengi:
Fært fjórhjóladrifnum bílum
Veiðileyfi
Öll verð miðast við eina stöng
Put Address Here
Vinsæl veiðisvæði
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.