Jónskvísl og Sýrlækur
Fjarlægð frá Reykjavík:
285km
Veiðitímabil:
20. júní - 20. október
Meðalstærð:
Sjóbirtingur 5 pund, bleikja 3 pund
Fjöldi stanga:
3
Leyfilegt agn:
Fluga, Spún
Veiðibúnaður:
Einhenda #5-7
Bestu flugurnar:
Púpur og straumflugur
Húsnæði:
Veiðihúsið Fossum
Aðgengi:
Fólksbílafært að flestum veiðistöðum
Veiðikort
Jónskvísl og Sýrlækur eru í Landbroti rétt vestan Kirkjubæjarklausturs. Árnar eru hliðarár Grenlækjar og eiga það sameiginlegt með Grenlæk að vera með snemmgengin sjóbirtingsstofn. Sjóbirtingurinn mætir um miðjan júlí en einnig veiðist þar væn bleikja eða allt að sex pundum og staðbundinn urriði. Sjóbirtingurinn er að öllu jafna mjög vænn og á vonandi eftir að stækka í komandi framtíð ef að veiða sleppa mun færast í aukana sem gert er ráð fyrir. Vatnsföllin eru gríðarlega falleg og leyna virkilega á sér. Frábært fluguveiðivatn þar sem að andstreymisveiði með púpu getur verið mjög áhrifarík veiðiaðferð. Mjög gott aðgengi er að ánum og henta vel byrjendum sem lengra komnum.
Veiðihús
Veiðihúsið er staðsett í landi Fossa og er staðsetningin einstök þar sem húsið er í hraunjaðri alveg við árbakkann. Húsið er ekki stórt en mjög góð aðstaða er þar fyrir gesti og sennilega er húsið eitt af mest kósí veiðihúsum landsins. Á neðri hæð er baðherbergi með sturtu, opið eldhús og stofa þar sem gengið er út á verönd. Svefnsófi er í stofunni og inn af henni er lítið herbergi með tvíbreiðu rúmi. Á efri hæð eru svo þrjú einbreið rúm. Gasgrill er á staðnum. Innifalið í öllum leyfum er uppábúið og þrif.
Veiðistaðalýsing
Svæðið nær frá rafstöðvarlóni ofan við Meðalfellsveg og niður að ármótum Sýrlækjar. Það er belgur sem merkir neðri veiðimörkin. Fjölmargir veiðistaðir eru í báðum ánum og má segja að þetta sé nánast einn samliggjandi veiðistaður þó að nokkrir staðir gefi betur en aðrir. Þar má nefna Eyvindarhyl, Flúðir og Foss neðan við veiðihús. Sýrlækur geymir stóra fiska og skal ekki vanmeta þennan læk vegna smæðar. Menn þurfa að fara sér hægt og mælt er með andstreymisveiði með púpum.
Veiðitilhögun
- Fjöldi stanga: 3
- Skipting daga: Tveggja daga holl (hálfur, heill og hálfur dagur)
- Veiðitími: 20. júní – 20. okt.
- Agn: Fluga og spónn
- Kvóti: Einn fiskur á stöng pr. dag, 60 cm og undir. Allri bleikju skal sleppt.
Veiðifélagar Fish Partner
- fá 5% endurgreiðslu í formi veiðikróna við kaup á leyfi í Jónskvísl í vefsölu
- fá 5% afslátt af veiðileyfum í Jónskvísl í vefsölu
Veiðileyfi
Öll verð miðast við eina stöng
06 Júl
Þri
6 Stangardagar
19.900 kr.
Veiðifélagar: 18.905 kr.
Veitt:
06.Júl
-
08.Júl
12 Júl
Mán
6 Stangardagar
19.900 kr.
Veiðifélagar: 18.905 kr.
Veitt:
12.Júl
-
14.Júl
20 Júl
Þri
6 Stangardagar
19.900 kr.
Veiðifélagar: 18.905 kr.
Veitt:
20.Júl
-
22.Júl
28 Júl
Mið
0 Stangardagar
19.900 kr.
Veiðifélagar: 18.905 kr.
Veitt:
28.Júl
-
30.Júl
05 Ágú
Fim
0 Stangardagar
29.900 kr.
Veiðifélagar: 28.405 kr.
Veitt:
05.Ágú
-
07.Ágú
15 Ágú
Sun
0 Stangardagar
29.900 kr.
Veiðifélagar: 28.405 kr.
Veitt:
15.Ágú
-
17.Ágú
23 Ágú
Mán
0 Stangardagar
29.900 kr.
Veiðifélagar: 28.405 kr.
Veitt:
23.Ágú
-
25.Ágú
29 Ágú
Sun
0 Stangardagar
29.900 kr.
Veiðifélagar: 28.405 kr.
Veitt:
29.Ágú
-
31.Ágú
08 Sep
Mið
0 Stangardagar
29.900 kr.
Veiðifélagar: 28.405 kr.
Veitt:
08.Sep
-
10.Sep
16 Sep
Fim
0 Stangardagar
29.900 kr.
Veiðifélagar: 28.405 kr.
Veitt:
16.Sep
-
18.Sep
24 Sep
Fös
0 Stangardagar
29.900 kr.
Veiðifélagar: 28.405 kr.
Veitt:
24.Sep
-
26.Sep
30 Sep
Fim
0 Stangardagar
24.900 kr.
Veiðifélagar: 23.655 kr.
Veitt:
30.Sep
-
02.Sep
10 Okt
Sun
0 Stangardagar
24.900 kr.
Veiðifélagar: 23.655 kr.
Veitt:
10.Okt
-
12.Okt
18 Okt
Mán
6 Stangardagar
24.900 kr.
Veiðifélagar: 23.655 kr.
Veitt:
18.Okt
-
20.Okt