Hagaós - Brúará/Hólaá - Fish Partner Veiðifélag

Hagaós – Brúará/Hólaá

Hagaós svæðið nær yfir neðsta part Hólaá og frá ármótum Hólaá/Brúará upp Brúará að bænum Böðmóðsstöðum.
Bleikjan er aðalsmerki svæðisins og getur veiðin verið ævintýraleg á heitum dögum, þegar bleikjan sankar sér niður úr Hólaá í kaldara vatnið í Brúará.
Á árum áður var góð laxveiði á svæðinu en hún hefur dalað mikið síðustu ár eins og annar staðar í Brúará. Einnig má finna stöku urriða á svæðinu.

Andstreymisveiði með púpum er yfirleitt áhrifaríkasta veiðiaðferðin á svæðinu.

2 stangir eru leyfðar og eru þær seldar saman á 6000kr stöngin.

Til að komast að veiðisvæðinu þarf að keyra í gegnum bæinn Böðmóðsstaði. Vinsamlegast farið með aðgát þegar keyrt er um heimreiðina og lokið hliðum á eftir ykkur.

Kvóti er upp á 2 fiska á dag á stöng. Öllum bleikjum yfir 50cm skal sleppt til að hlífa hryggningar fisk

ATH: Slóðin frá bæ niður að á er moldarvegur og þarf 4×4 bíl. Fara þarf mjög varlega eftir rigningar og leysingar þar sem vegurinn getur orðið að drullu svaði.

 

Fjarlægð frá Reykjavík:

85km

Veiðitímabil:

1.maí-30. September

Meðalstærð:

1 pund

Fjöldi stanga:

2

Leyfilegt agn:

Fluga

Veiðibúnaður:

#5-7

Bestu flugurnar:

Ýmsar púpur. Þyngdar

Húsnæði:

Ekkert

Aðgengi:

4x4

Veiðileyfi

Öll verð miðast við eina stöng

Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Síðsumarsá í stóbrotinni náttúru – Þessi tveggja stanga perla og rennur í gríðarlega fallegu, skógi vöxnu, umhverfi í Þjórsárdal.