Hagaós - Brúará/Hólaá - Fish Partner Veiðifélag

Hagaós – Brúará/Hólaá

Hagaós svæðið nær yfir neðsta part Hólaá og frá ármótum Hólaá/Brúará upp Brúará að bænum Böðmóðsstöðum.
Bleikjan er aðalsmerki svæðisins og getur veiðin verið ævintýraleg á heitum dögum, þegar bleikjan sankar sér niður úr Hólaá í kaldara vatnið í Brúará.
Á árum áður var góð laxveiði á svæðinu en hún hefur dalað mikið síðustu ár eins og annar staðar í Brúará. Einnig má finna stöku urriða á svæðinu.

Andstreymisveiði með púpum er yfirleitt áhrifaríkasta veiðiaðferðin á svæðinu.

2 stangir eru leyfðar og eru þær seldar saman á 6000kr stöngin.

Til að komast að veiðisvæðinu þarf að keyra í gegnum bæinn Böðmóðsstaði. Vinsamlegast farið með aðgát þegar keyrt er um heimreiðina og lokið hliðum á eftir ykkur.

Kvóti er upp á 2 fiska á dag á stöng. Öllum bleikjum yfir 50cm skal sleppt til að hlífa hryggningar fisk

ATH: Slóðin frá bæ niður að á er moldarvegur og þarf 4×4 bíl. Fara þarf mjög varlega eftir rigningar og leysingar þar sem vegurinn getur orðið að drullu svaði.

 

Fjarlægð frá Reykjavík:

85km

Veiðitímabil:

1.maí-30. September

Meðalstærð:

1 pund

Fjöldi stanga:

2

Leyfilegt agn:

Fluga

Veiðibúnaður:

#5-7

Bestu flugurnar:

Ýmsar púpur. Þyngdar

Húsnæði:

Ekkert

Aðgengi:

4x4

Veiðileyfi

Öll verð miðast við eina stöng

Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.