Hæðargarðsvatn - Fish Partner Veiðifélag

Hæðargarðsvatn

Hæðargarðsvatn er fremur lítið vatn en það leynir á sér. Vatnið er ekki nema rétt 0.16 ferkílómetrar að flatarmáli en þar er þó hægt að gera mjög góða veiði og leynist í því nokkuð af vænum urriða allt að 4 pundum. Það er ekkert sjáanlegt rennsli í vatnið en neðanjarðarlækir sem renna í það undan hrauninu sem umlykur vatni sjá til þess að það endurnýjar sig. Sögur segja að Sjóbirtingar veiðast í Hæðagarðsvatni en talið er að seiðin komist í vatnið með þessum neðanjarðarlækjum. Einning má finna bleikju í vatninu.

Besta veiðin í Hæðargarðsvatni er gjarnan á vorin og fram í júní þó gera megi góða veiði allt tímabilið. Þegar líður á sumarið getur veiði verið erfið vegna gróðurs.

 

Leiðarlýsing

Fjarlægð frá Reykjavik er um 260 km. Ekinn er Þjóðvegur 1 þar til komið er að Hæðargarði 1. Þar er beygt til vinstri og ekið niður að vatninu.

 

Veiðitími

1. apríl – 30. September. Veiða má í vatninu allan sólarhringinn.

 

Reglur

Hundar: Já
Notkun báta: Kajak og bellý bátar leyfðir en ekki stærri bátar
Netaveiði: Nei
Tjalda: Nei, en áhugasömum er bent á tjaldstæðið á Kirkjubæjarklaustri
ATH: Öllum fiski yfir 50cm skal sleppt

 

Veiðifélagar veiða frítt í Hæðagarðsvatni

Fjarlægð frá Reykjavík:

260km

Veiðitímabil:

1.apríl - 1. September

Meðalstærð:

1-2 pund

Fjöldi stanga:

Leyfilegt agn:

Fluga, maðkur og spúnn

Veiðibúnaður:

#4-#6

Bestu flugurnar:

Ýmsar straumflugur

Húsnæði:

Aðgengi:

Gott

Veiðileyfi

Öll verð miðast við eina stöng

Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Síðsumarsá í stóbrotinni náttúru – Þessi tveggja stanga perla og rennur í gríðarlega fallegu, skógi vöxnu, umhverfi í Þjórsárdal.