Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Hæðargarðsvatn
Hæðargarðsvatn er fremur lítið vatn en það leynir á sér. Vatnið er ekki nema rétt 0.16 ferkílómetrar að flatarmáli en þar er þó hægt að gera mjög góða veiði og leynist í því nokkuð af vænum urriða allt að 4 pundum. Það er ekkert sjáanlegt rennsli í vatnið en neðanjarðarlækir sem renna í það undan hrauninu sem umlykur vatni sjá til þess að það endurnýjar sig. Sögur segja að Sjóbirtingar veiðast í Hæðagarðsvatni en talið er að seiðin komist í vatnið með þessum neðanjarðarlækjum. Einning má finna bleikju í vatninu.
Besta veiðin í Hæðargarðsvatni er gjarnan á vorin og fram í júní þó gera megi góða veiði allt tímabilið. Þegar líður á sumarið getur veiði verið erfið vegna gróðurs.
Leiðarlýsing
Fjarlægð frá Reykjavik er um 260 km. Ekinn er Þjóðvegur 1 þar til komið er að Hæðargarði 1. Þar er beygt til vinstri og ekið niður að vatninu.
Veiðitími
1. apríl – 30. September. Veiða má í vatninu allan sólarhringinn.
Reglur
Hundar: Já
Notkun báta: Kajak og bellý bátar leyfðir en ekki stærri bátar
Netaveiði: Nei
Tjalda: Nei, en áhugasömum er bent á tjaldstæðið á Kirkjubæjarklaustri
ATH: Öllum fiski yfir 50cm skal sleppt
Veiðifélagar veiða frítt í Hæðagarðsvatni
Fjarlægð frá Reykjavík:
260km
Veiðitímabil:
1.apríl - 1. September
Meðalstærð:
1-2 pund
Fjöldi stanga:
Leyfilegt agn:
Fluga, maðkur og spúnn
Veiðibúnaður:
#4-#6
Bestu flugurnar:
Ýmsar straumflugur
Húsnæði:
Aðgengi:
Gott
Veiðileyfi
Öll verð miðast við eina stöng
Put Address Here
Vinsæl veiðisvæði
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.