Grenlækur svæði 4
Fjarlægð frá Reykjavík:
270km
Veiðitímabil:
7. maí - 20. október
Meðalstærð:
Sjóbirtingur 5pund, bleikja 3 pund
Fjöldi stanga:
4
Leyfilegt agn:
Fluga, Spún
Veiðibúnaður:
Einhenda #6-8
Bestu flugurnar:
Straumflugur
Húsnæði:
Ekkert veiðihús fylgir en nokkrir eru möguleikar á svæðinu
Aðgengi:
4x4
Grenlækur, svæði fjögur (Fitjárflóð)
Grenlækur rennur í Landbroti vestan við Kirkjubæjarklaustur. Lækurinn er eitt af bestu sjóbirtingsveiðisvæðum heims og hefur notið gríðarlegra vinsælda um árabil. Það sem Grenlækur hefur fram yfir aðrar ár í Skaftafellsýslu er að sjóbirtingurinn gengur þar mun fyrr en í nærliggjandi ár. Sjóbirtingurinn mætir yfirleitt á svæðið af krafti um miðjan júlí. Þetta lengir veiðitímabilið og er það yndislegt að geta veitt þessa flottu fiska um mitt sumar. Veiðin á svæði fjögur eða í Flóðinu eins og það er gjarnan kallað byrjar í maí og stendur til 20. október. Sjóbirtingurinn safnast saman í Fitjárflóði áður en hann gengur til sjávar. Það getur oft verið mikið magn af sjóbirtingi á svæðinu í maí og fram í miðjan júní. Sumarveiðin byggist svo upp á mjög vænni bleikju og staðbundnum urriða. Síðan gengur sjóbirtingurinn í Grenlæk fram á vetur.
Veiðisvæðið
Svæðið afmarkast af tanga ofan við Efri-skurð og skilti sem er staðsett við Neðri-skurð, neðan við brúna. Lækurinn breiðir úr sér neðan við Efri-skurð og nefnist þar Fitjárflóð eða Flóðið eins og flestir kalla það. Flóðið er nánast stöðuvatn en áberandi straum má sjá víða í Flóðinu og þar er oft góð veiðivon.
Slóði er á austurbakka veiðisvæðisins og er hann fær fjórhjóladrifnum bílum. Flóðið er nánast allt vætt en gróður á það til að flækjast fyrir mönnum þegar vaðið er. Veiðimenn eru þó hvattir til að veiða meðfram sefinu því að fiskur á það til að liggja þar. Flóðið endar svo í svokallaðri Trekt. Þar kvíslast áin áður en hún sameinast í Neðri-skurð. Góð veiðivon er í Efri- og Neðri-skurði sem og Trektinni.
Leiðarlýsing
Á ausuturleið er beygt til hægri rétt áður en komið er að Skaftárbrúnni á þjóðvegi 1. Ekið er í um tíu mínútur og farið yfir Grenlæk, Sýrlæk og Jónskvísl. Beygt er inn að bænum Fossum og Arnardrangi og ekið að Arnardrangi. Rétt áður en að komið er hlaðinu hjá Arnardrangi er beygt til hægri og þeim slóða fylgt þar til komið er að brúnni yfir Grenlæk. Fylgið stikum og forðist að aka út fyrir þær. Lokið hliðum á eftir ykkur. Athugið að allra stærstu jeppar komast ekki yfir brúna.
Vorveiði
Fjöldi stanga: 4
Skipting daga: Tveggja daga holl (hálfur, heill og hálfur dagur)
Veiðitími: 7. maí – 20. júní
Agn: Fluga og spónn
Öllum fiski í vorveiði skal sleppt.
Sumar og haustveiði
Fjöldi stanga: 4
Skipting daga: Tveggja daga holl (hálfur, heill og hálfur dagur)
Veiðitími: 20. júní – 20. okt
Agn: Fluga og spónn.
Kvóti: 1 fiskur á stöng á dag undir 60 cm.
Allri bleikju skal sleppt.
Veiðitími:
1. maí til 14. ágúst frá kl. 7-22 (að hámarki 12 klst. á dag)
15. ágúst til 18. okt. frá kl 7-21 (að hámarki 12 klst. á dag)
Veiðifélagar Fish Partner fá 10% endurgreiðslu í formi veiðikróna við kaup á leyfi í Grenlæk í vefsölu
Veiðifélagar Fish Partner fá 5% afslátt af veiðileyfum í Grenilæk í vefsölu
Veiðileyfi
Öll verð miðast við eina stöng
11 Maí
Þri
0 Stangardagar
17.900 kr.
Veiðifélagar: 17.005 kr.
Veitt:
11.Maí
-
13.Maí
21 Maí
Fös
8 Stangardagar
17.900 kr.
Veiðifélagar: 17.005 kr.
Veitt:
21.Maí
-
23.Maí
04 Jún
Fös
8 Stangardagar
17.900 kr.
Veiðifélagar: 17.005 kr.
Veitt:
04.Jún
-
06.Jún
14 Jún
Mán
8 Stangardagar
14.900 kr.
Veiðifélagar: 14.155 kr.
Veitt:
14.Jún
-
16.Jún
26 Jún
Lau
8 Stangardagar
14.900 kr.
Veiðifélagar: 14.155 kr.
Veitt:
26.Jún
-
28.Jún
04 Júl
Sun
8 Stangardagar
14.900 kr.
Veiðifélagar: 14.155 kr.
Veitt:
04.Júl
-
06.Júl
14 Júl
Mið
8 Stangardagar
14.900 kr.
Veiðifélagar: 14.155 kr.
Veitt:
14.Júl
-
16.Júl
26 Júl
Mán
8 Stangardagar
14.900 kr.
Veiðifélagar: 14.155 kr.
Veitt:
26.Júl
-
28.Júl
07 Ágú
Lau
8 Stangardagar
22.500 kr.
Veiðifélagar: 21.375 kr.
Veitt:
07.Ágú
-
09.Ágú
11 Ágú
Mið
8 Stangardagar
22.500 kr.
Veiðifélagar: 21.375 kr.
Veitt:
11.Ágú
-
13.Ágú
19 Ágú
Fim
0 Stangardagar
22.500 kr.
Veiðifélagar: 21.375 kr.
Veitt:
19.Ágú
-
21.Ágú
27 Ágú
Fös
0 Stangardagar
22.500 kr.
Veiðifélagar: 21.375 kr.
Veitt:
27.Ágú
-
29.Ágú
06 Sep
Mán
8 Stangardagar
22.500 kr.
Veiðifélagar: 21.375 kr.
Veitt:
06.Sep
-
08.Sep
18 Sep
Lau
0 Stangardagar
22.500 kr.
Veiðifélagar: 21.375 kr.
Veitt:
18.Sep
-
20.Sep
26 Sep
Sun
8 Stangardagar
22.500 kr.
Veiðifélagar: 21.375 kr.
Veitt:
26.Sep
-
28.Sep
04 Okt
Mán
8 Stangardagar
22.500 kr.
Veiðifélagar: 21.375 kr.
Veitt:
04.Okt
-
06.Okt
12 Okt
Þri
8 Stangardagar
22.500 kr.
Veiðifélagar: 21.375 kr.
Veitt:
12.Okt
-
14.Okt
16 Okt
Lau
8 Stangardagar
22.500 kr.
Veiðifélagar: 21.375 kr.
Veitt:
16.Okt
-
18.Okt