Kynning á veiðisvæðum Þingvallavatns og Úlfljótsvatns - Fish Partner
Villingavatnsárós urriði

Veiðistaðakynning

 

Kynning á veiðisvæðum Þingvallavatns og Úlfljótsvatns.

Kynning á veiðisvæðum Þingvallavatns og Úlfljótsvatns undir leiðsögn Kristjáns Páls Rafnssonar.

Farið verður ýtarlega í tækni og staðhætti og nokkrir leynistaðir afhjúpaðir. Kristján ætlar að miðla áratuga reinslu sinni við vatnið til allra sem hafa áhuga á vatnakerfinu.

Kynningin verður laugardaginn 30 Maí á eftirfarandi svæðum í  Þingvallavatni og Úlfljótsvatni. Það verða 2 kynningar þennan dag. Önnur klukkan 10:00 og hin kl.15:00.
Við munum hittast á bílastæðinu við Þrastalund á settum tímum og fara í kring um vötnin. Svæðin sem við ætlum að skoða eru, Villingavatn, Svörtuklettar, Kárastaðir, Kaldárhöfði og Efri Brú. Síðan endum við í Veiðihúsinu okkar að Efri Brú þar sem verður farið yfir málin og grillaðar pylsur.

 
 

Það er gott ef menn geta verið sambíla til að hafa halarófuna ekki of langa. Þetta er gullið tækifæri og alls ekki víst að þetta verði nokkurntíma endurtekið.
Það er lykil atriði að fólk skrái sig á kynninguna með því að smella á meðfylgjandi hlekk.
https://forms.gle/93SyQoXYAGftSr1L7

 
 
 
Það verða sérstök kjör í boði á veiðileyfum fyrir þá sem skrá sig og mæta.
 

 

Smellið hér til að hlaða niður kynningarriti

 
 
 
 

Vinsæl veiðisvæði

Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Síðsumarsá í stóbrotinni náttúru – Þessi tveggja stanga perla og rennur í gríðarlega fallegu, skógi vöxnu, umhverfi í Þjórsárdal.