Veiðisögukeppni #5 - Árni í Korpu - Fish Partner

Veiðisögukeppni #5 – Árni í Korpu

Næsta sagan í Veiðisögukeppninni sem við birtum kemur frá Árna Elvari H. Guðjohnsen

Góðan daginn ég heiti Árni Elvar H. Guðjohnsen og mig langaði að segja ykkur sögu úr Korpu.Ég fór í Korpu í sept. 2019 með mínum uppáhalds veiðifélaga mínum sem heitir Haukur og við byrjuðum að veiða kl. 07:30 og byrjuðum í stíflunni. Og í öðru eða þriðja kasti tók fyrsti fiskurinn sem við misstum, en kannski hálftíma klukkutíma eftir að fyrsti fiskurinn tók þá tók fiskur nr. 2 þeim fiski lönduðum við. Um klukkutíma síðar tók fiskur nr. 3 og við lönduðum honum líka. Allt í allt lönduðum við 3 fiskum þarna í beit á einum degi alla á munrow killer nema einn en sá tók collie dog. 
Með veiðikv. Árni Elvar H. Guðjohnsen.

Árni með Korpu laxana

Vinsæl veiðisvæði

Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatnsárós er eitt magnaðasta urriðasvæði Þingvallavatns. Eins og nafnið gefur til kynna á Villingavatnsá ós á svæðinu og urriðinn leitar í ósinn til að melta fæðu
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatnsárós er eitt magnaðasta urriðasvæði Þingvallavatns. Eins og nafnið gefur til kynna á Villingavatnsá ós á svæðinu og urriðinn leitar í ósinn til að melta fæðu
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.