Breyttar veiðireglur í Köldukvísl, Tungnaá og Villingavatni árið 2020

Nýjar veiðireglur í Köldukvísl, Tungnaá og Villingavatni árið 2020:

Agnhaldslausar flugur eru núna skylda á veiðisvæðum Köldukvíslar, Tungnaár og í Villingavatni. Óheimilt er að nota flugur með agnhaldi nema að agnhaldið hafi verið kreist niður. Einnig er skylda er að hafa háf við veiðar á svæðunum. Þetta er gert til að hlífa fiskinum við óþarfa áverkum og auka lífslíkur fiskins. Mælt er með því að veiðimenn noti gúmmí eða hnútlausa háfa þar sem þeir valda sem minnstum skaða á slímhúð fiskana.