Veiðiferðir erlendis - Fish Partner
Tarpon lodge

Veiðiferðir erlendis

Veiðifélagið Fish Partner hefur hafið sölu á veiðiferðum erlendis. Um er að ræða veiði á mörgum af bestu veiðisvæðum heims þar sem allir geta fundið veiði og afþreyingu við sitt hæfi.

Veiðisvæðin sem við bjóðum upp á eru öll þess eðlis að við höfum veitt þar sjálfir, eða þekkjum vel til starfseminnar og þeirra sem að henni standa. Svæðin sem í boði eru spanna allan skalann, hvort sem um er að ræða veiði á risa Tarpon við strendur Kosta Ríka, Taimen veiði í Mongolíu eða tekníska silungsveiði á Spáni, við rætur Pýranea fjalla. Allt þetta og meira til er í boði. Flest ef ekki öll veiðisvæðin bjóða að auki upp á annars konar afþreyingu, svo sem vínsmökkun, fjallgöngur og skoðunarferðir um söguslóðir.

Að auki býður Fish Partner upp á skipulagðar ferðir með fararstjóra, en til að byrja með verður boðið upp á tvær slíkar ferðir. Annarsvegar ferð með Kristjáni Páli Rafnssyni til Tarpon Ville í Kosta Ríka. Þar gefst veiðimönnum tækifæri á að eltast við stærstu fiska sem þeir munu nokkurn tíma komast í tæri við með flugustöng, en ekki er óalgengt að glíma við Tarpon fiska um 100 pund, og allt upp í 200 pund. Og auðvitað í mögnuðu umhverfi við strendur Kosta Ríka.

Hinsvegar gefst veiðimönnum tækifæri á að slást í för með Ólafi Tómasi Guðbjartssyni til Slóveníu. Þar er að finna algjörlega mögnuð veiðisvæði í Soca dalnum og nágrenni hans sem geyma fjölmargar fisktegundir, t.am Hucho laxinn sem er gjarnan nefndur hinn evrópski Taimen. Að auki er að finna grayling, marble trout og regnbogasilung í miklu magni. Algjörlega einstakt tækifæri til þess að kynnast mögnuðu veiðisvæði í mögnuðu landi.

Vinsæl veiðisvæði

Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Síðsumarsá í stóbrotinni náttúru – Þessi tveggja stanga perla og rennur í gríðarlega fallegu, skógi vöxnu, umhverfi í Þjórsárdal.