Laugardaginn fyrsta október ætlum við að blása til veislu á hótel borg, Það eru allir velkomnir. Veiðifélagar fá frítt á þennan viðburð en aðrir greiða kr 1990kr.
Dagskrá:
Kynning á bestu veiðisvæðum um heims.
Matt Harris frá Bretlandi. Mun fræða okkur um bestu veiðisvæði heims með glæsilegri kynningu. Einnig mun hann kynna nýja bók sem hann er að gefa út. Matt er fullur fróðleiks og skemmtunar.
Matt Harris er heimsþekktur fluguveiðimaður og ljósmyndari sem hefur ferðast um allan heim siðustu 20ár, til að veiða og ljósmynda, meðal annars: Alaska, Argentinu, Ástraliíu, Bahama eyjur, Brasíliu, Bólívíu, Kanada, Chile, Kúbu, Guatemala. Ísland, Indland. Írland, Mongólíu, Nýja Sjáland, Nicaragua, Noreg, Rússland, Seychelles, eyjum, Tanzania, Bretlandi, Bandaríkjunum og Zambíu.
Myndir eftir hann hafa birts í tímaritum á borð við International Game Fishing Association Magazine”, “The Atlantic Salmon Journal”, “Fly Rod & Reel”, “Gray’s Journal”, “Trout & Salmon”, “Fieldsports Magazine”, “Trout Fisherman”, “The Farlow’s Magazine”, “Adventure Fishing Magazine”, , “Fish Wild”, “FiskeFeber” “Conde Naste Traveller”, “Esquire” & “GQ. Einnig er hann reglulegur greinahöfundur í tímaritunum “This is Fly”, “Finchasers” og “Catch”.
Myndir eftir hann er reglulega notaðar i auglýsingar frá Hardy, Orvis, Guideline, Patagonia, Sage, Rio, Farlows, Sportfish, Gamefish, Airflo, Simms ofl.
Hann hefur unnið verðlaun í ljósmyndun frá he Association of Photographers, Kodak, Polaroid, Fuji og mörgum öðrum.
Hnýtinga sýning
Tim Flagler er án efa einn þekktasti hnýtari Bandaríkjanna.
Tim á og rekur Tightline Productions en undir þeim merkjum hefur hann framleitt ótrúlegt magn af fluguhnýtinga myndböndum og er einn sá allra þekktasti í bransanum. Tim birtir myndböndin sín á YouTube síðunni sinni en rásin hans er með yfir 105,000 áskrifendur og með yfir 32 milljón áhorf á myndböndin. Tim hefur um langa hríð unnið með Orvis og eru myndböndin hans fastur liður á orvis.com, ásamt því að vera notuð í allri hnýtingakennslu í The Orvis Learning Center. Að auki birtist efni frá Tim á ýmsum vinsælum veiðimiðlum s.s Midcurrent og Trout Unlimited.
Tim er tíður gestur á fluguveiðisýningunum í Bandaríkjunum þar sem hann heldur námskeið, sýnir hnýtingar og heldur fyrirlestra. Það er óhætt að segja að myndböndin frá Tim hafi kennt mörgum handtökin enda eru þau gjarnan virkilega vel gerð og gríðarlega fjölbreytt. Þetta er einstakt tækifæri til að sjá meistaran með eigin augum og jafnvel gauka að honum nokkrum spurningum um fluguhnýtingar og veiði.
Mönnum er frjálst að mæta með væsinn en verða að skrá sig þannig á viðburðinn.
Ólafur Tómas betur þekktur sem Dagbók urriða frumsýnir Slóveníu myndbandi sitt úr ferðinni sem við fórum í fyrra.
Happadrætti!
Verðmæti vinninga yfir 600.000
Veiðifélagi ársins krýndur!
Afsláttur á barnum aðeins fyrir veiðifélaga!
Stanslaust fjör!
Veiðifélagahátíð
Hvar: Hótel Borg-Karólínu salur
Hvenar: 1 október 2022
Klukkan: 20:00-00:00