Ný árið er liðið, og því ekki úr vegi að setja vefsöluna fyrir 2022 í loftið. Það eru ekki nema þrír örstuttir mánuðir í að veislan byrji og því löngu tímabært að byrja að skipuleggja.
Svæðin sem eru komin í vefsöluna eru eftirfarandi:
- Vatnamót Vor
- Blöndukvíslar
- Nyrðri og Syðri Ófærur
- Þrastalundur Vor
- Þrastalundur Lax
- Sporðöldulón
- Kvíslaveita
Við munum svo í framhaldinu bæta fleiri svæðum inn hægt og rólega, t.a.m Þingvallasvæðunum, Tungufljóti í Skaftártungu og Norðlingafljóti svo örfá séu nefnd.
Það er að sjálfsögðu vert að taka fram að Veiðifélagar Fish Partner fá afslátt af völdum svæðum í vefsölunni, sem og Veiðikrónur sem hægt er að nota upp í veiðileyfi. Hægt er að gerast Veiðifélagi með því að fylgja þessum hlekk.