29. ágúst
Menn hittast við brúna við Helluvað klukkan 10:00 Mönnum skipt upp á milli svæða. Veitt út daginn. Menn hittast klukkan 20:00 í skálanum Álftarkrók. Þar sem verður boðið uppá Íslenska Kjötsúpu áður en að kvöldvakan hefst fá menn að vita svæða skiptingu næsta dags. Kvöldvakan verður svo tekin með stæl.
30. ágúst
09:00 – ÞAÐ ER RÆS! Menn græja sér nesti og halda svo til veiða. Hér veiðum við allan dagin líkt og fyrri dag og njótum í botn. Klukkan 20:00 er svo grillveisla þar sem boðið er uppá hefðbundinn fjallagrillmat. Lambakjöt, kartöflusalat og grænmeti. Þarnæst er kvöldvakan þar sem myndir af veiði dagsins verður sýndar á skjá. Rætt um fiska og veiðistaði,flugur og upplifun dagsins. Veiðipubquiz og grín í framhaldinu.
31. ágúst
Menn sofa úr sér og fá sér morgunmat. Því næst er róterað. Menn græja sér nesti, tæma skálan og þrífa eftir sig. Veiða síðan allan daginn og halda heim með bros á vör og fullt af montsögum til að deila með félögunum sem nenntu ekki að koma.
Það eru aðeins 10 sæti í boði. Menn tvímenna á stöng.
Hvað er innifalið?
- Veiðileyfi í 3 daga í Norðlingafljóti
- Gisting í tvær nætur í Álftarkróki
- Kjötsúpu og grillveisla
- Skipulagning
- Kvöldvaka með pupquizi, leikjum og veiði glaðningum
- Stanslaust stuð!
Menn koma með eigin morgun-og hádegismat.
Verð á mann 43.900
Aðeins fyrir Veiðifélaga.