Urriðadans
Urriðagangan fer þannig fram að Jóhannes sýnir fiska sem hann hefur merkt, fylgst með og rannsakað undanfarin ár og segir sögu þeirra og göngu í gegnum árin. Elsti fiskurinn sem hann sýndi okkur var 17 ára gamall og var merktur árið 2010, þá 70 cm að lengd. Síðan þá hefur merki sem fiskurinn ber gefið mikið af upplýsingum um gönguhegðun og aðsetur sem og hitastig og dýpi fiskins sem eru ómetanlegar upplýsingar þegar kemur að rannsóknum á urriðastofni Þingvallavatns.
Það er mikið sjónarspil að horfa á svona marga 15-25 punda urriða á þessu litla svæði í ástarleikjum. Hængarnir eru margir særðir eftir mikil slagsmál um hrygnurnar en oft eru litlu hængarnir að ráðast á þá stóru til að ná athygli kvendýrsins og verða oftar en ekki undir í þeirri baráttu.
Við hvetjum alla sem vilja kynna sér meira um Þingvallaurriðann og þær áhugaverðu rannsóknir sem Jóhannes hefur staðið að undanfarinn ár að skoða heimasíðu Laxfiska en þar má finna aragrúa af fróðleik um Þingvallaurriðann sem og aðra ferskvatnsstofna Íslands og yfirlit yfir þeir merku rannsóknir sem Laxfiskar og Jóhannes hafa staðið að.
Við getum varla beðið eftir næsta veiðitímabili en við byrjum að kasta fyrir þessa fallegu fiska aftur þann 20. apríl.
[ngg_images gallery_ids=“38″ display_type=“photocrati-nextgen_basic_thumbnails“ show_slideshow_link=“0″]