Tungufljót í Skaftártungu

Nýtt veiðisvæði til Fish Partner. 

Það er hin fornfræga sjóbirtingsá Tungufljót í Skaftártungu. Án efa ein allra besta sjóbirtingsá landsins. Í fljótinu hafa veiðst margir gríðarstórir birtingar síðastliðin ár og hafa sumir þeirra verið vel yfir tuttugu pundin. Einnig veiðist þar slangur af laxi og stöku bleikja. Eingöngu verður veitt á flugu og skylt verður að sleppa öllum veiddum fiski. Rúmgott veiðihús fylgir ánni sem er með fjórum tveggjamanna herbergjum og tveimur baðherbergum. Húsið verður endurbætt að innan sem að utan fyrir komandi vertíð, þannig að vel ætti að fara um menn þar á komandi árum. 
Við bjóðum Tungufljót velkomið í flóru Fish Partner!
 
Þeir sem vilja halda sýnum hollum eru hvattir til að hafa samband sem allra fyrst þar sem salan er kominn á fullt.