Þrastalundur
Þrastalundur í Soginu datt óvænt inn á borð til okkar og er það kærkomið, enda frábært laxasvæði í nágreni við höfuðborgina.
Fyrsti dagur Fish Partner með svæðið var í gær og óhætt að segja að það hafi verið frábær opnun, 6 laxar komu á land og annað eins reist og misst sem verður að teljast gott miðað við síðasta sumar í soginu og að svæðið var bara stundað hluta gærdagsins.
Mesta lífið var í Kúagili en þar virtist vera mikið af smálaxi. Einnig sleit ein sleggja í víkinni eða á breiðunni neðan við veitingaskálan í Þrastalundi.
Í morgun kom svo einn 81cm á land.
þannig að það er mikið af fiski að ganga og spennandi tímar framundan.
Það er nóg laust á svæðið þar sem það var bara koma í sölu og leyfi koma í vefsöluna hjá okkur innan bráðar einning er hægt að bóka með því að hafa samband við info@fishpartner.com
Svæðið er 2 stanga og er stangardagurinn á 15.000kr, sleppi skylda er á öllu fiski.