Líflegt á Þingvöllum

 

Nú þegar hlýnaði datt í bingó veiði á Þingvöllum. Vel hefur gengið á Kárastöðum allt tímabilið en það datt í eiginlegt mok seinnipartinn í fyrradag en þar komu 34 urriðar í háf og annað eins slapp. Það var mikið fjör hjá mannskapnum þar því allir voru að fá hann. Allir fiskarnir komu á straumflugur og var mesta veiðin á Rauðkusunesinu.

Eins og oftast hefur besta veiðinn Kárastöðum verið seinni partinn og á kvöldin en menn hafa verið að kroppa upp fiska á dagin með því að veiða djúpt og hægt í gjánum.

 

Villingavatnsárós hefur líka hrokkið í gang og eru menn að gera fanta veiði þar. Menn eru að fá hann á bæði púpur og straumflugur þar. Öll svæðin tengd Villingavatni hafa verið að gefa undanfarið og hafa menn fengið flotta fiska í Villingavatni sjálfu á straumflugur sem og púpur og þurflugur.

Fyrr í kvöld fegnum við skilaboð frá þeim sem var í ósnum í kvöld, landaði hann 25 fiskum núna seinni partinn.

Svörtuklettar eru seinni af stað í ár vegna kulda í vor en líf virðist vera kveikna þar. í fyrradag landaði Cezary tveim bolta urriðum ásamt mjög vænni bleikju, Það verður spennandi að fylgjast með því svæði því þar gerast oft mikil ævintýri þegar torfan gengur inn. 

Við höfum litlar fréttir fengið af Kaldárhöfða en það má vonandi vænta fregna þaðan fljótlega. 

 

Kárastaðir í fyrrakvöld.

 

Cezary með gamlan durg á Svörtu Klettum

 

 

 

 

 

 

 

Villingavatnsárós í Kvöld