Sumarveiði í Tungufljóti.
Fullkominn kostur fyrir fjölskyldu hitting með flottum aðbúnaði og fanta veiði.
Tungufljótið er jú annáluð sjóbirtingsá en fæstir vita hversu flotta veiði er hægt að gera utan sjóbirtingstíma. Það er mjög falleg staðbundin bleikja í fljótinu og eitt af fallegri veiðisvæðum landsins er ofan Bjarnafoss. Þar má finna urriða
í töluverðu magni sem einstaklega gaman er að eiga við. Einnig er laxinn oftast að mæta um miðjan júlí í fljótið. Aðbúnaður er til fyrirmindar og eru fjögur svefnherbergi með samtals átta rúmum og svo er einnig svefnloft sem tveir geta gist.
Við ætlum að bjóða þetta á mjög sanngjörnu verði eða aðeins 15.000 kr per stöng og innifalið er uppábúið og þrif.
Laus leyfi er hægt að nálgast hér