Sumarleikur Fish Partner - #veidiplokk2022 - Fish Partner
Tungufljót

Sumarleikur Fish Partner – #veidiplokk2022

Veiðiplokk 2022 ~Ótrúlegir vinningar. Verðmæti vinninga yfir 600.000 kr.
Kæru veiðimenn. Nú er komið að því að við tökum höndum saman aftur og hreinsum upp veiðisvæðin okkar. Fjölmörgum myndum af rusli á veiðislóð hefur verið deilt á samfélagsmiðlum undanfarið. Langflestir ganga auðvitað vel um, en svartir sauðir eru í hópnum.

Fish Partner ætlar að efna aftur til veiðiplokks í sumar, en plokk snýst um að tína upp rusl á ferðum sínum. Tökum höndum saman og gerum aðkomuna að veiðistöðunum okkar óaðfinnanlega.

Til að taka þátt þarf að:

  • 1. Taka með sér poka eða háf og tína saman rusl á veiðislóð.
  • 2. Taka mynd af ruslinu.
  • 3. Deila myndinni á Facebook eða Instagram undir myllumerkinu #veidiplokk2022 og taka það fram hvar hún er tekin og dagsetningu.
  • 4. Líka við Fish Partner veiðifélag á Facebook.
  • 5. Vinningashafar verða dregnir út af handhófi 21 Október 2022 Vert er að taka það fram að engu máli skiptir hvar þátttakendur eru við veiðar. Allt plokk er gott plokk!

Vinsæl veiðisvæði

Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Síðsumarsá í stóbrotinni náttúru – Þessi tveggja stanga perla og rennur í gríðarlega fallegu, skógi vöxnu, umhverfi í Þjórsárdal.