Risarnir í Fellsendavatni eru vaknaðir! - Fish Partner
Dómadalsvatn Urriði

Risarnir í Fellsendavatni eru vaknaðir!

Nú er orðið fært upp að Fellsendavatni og Veiðifélagar Fish Partner geta því farið að huga að ferðum þangað. Fellsendavatn er staðsett um 19 kílómetra frá Hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum. Vatnið er það fyrsta sem komið er að þegar keyrt er til Veiðivatna frá Hrauneyjum. Á sínum tíma var sleppt töluverðu magni af urriðaseiðum sem síðan hafa fengið að dafna og getur fólk átt von á rígvænum urriða. Síðustu sumur hefur að auki miklu magni urriðaseiða verið sleppt í vatnið.

Guðdís Eiríksdóttir með glæsilegann urriða úr Fellsendavatni 2021. Mynd: Níels Valur Jónhardsson

Veiðifélagar Fish Partner veiða frítt í Fellsendavatni ásamt 15 öðrum veiðisvæðum vítt og breitt um landið. Auk þess að vera skemmtilegasti veiðiklúbbur landsins njóta Veiðifélagar sér kjara hjá um 100 þjónustuaðilum. Nánar má kynna sér fríðindi með því að smella á þennan hlekk – Veiðifélagar Fish Partner

Veiðisvæði sem Veiðifélagar Fish Partner veiða frítt í eru eftirfarandi:

Vinsæl veiðisvæði

Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Síðsumarsá í stóbrotinni náttúru – Þessi tveggja stanga perla og rennur í gríðarlega fallegu, skógi vöxnu, umhverfi í Þjórsárdal.