Tvíhendu námskeið í Blöndu á stórlaxa tíma með Glendu Powell og leiðsögn með Þorsteini Hafþórssyni. - Fish Partner

Tvíhendu námskeið í Blöndu á stórlaxa tíma með Glendu Powell og leiðsögn með Þorsteini Hafþórssyni.

Næstkomandi júní verða frábær tveggja daga tvíhendunámskeið í Blöndu. Farið verður yfir tvíhendu köst og veiði í smáatriðum jafnt innan sem utandyra. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem vilja annaðhvort læra að kasta eða bæta tvíhenduköstin sín með möguleika á að veiða risa lax í leiðinni! Kennt verður í heilan dag undir leiðsögn Glendu svo verða köstin æfð í raunverulegum aðstæðum á svæði 1 í Blöndu þar sem þú átt möguleika á að setja í alvöru lax undir leiðsögn Þorsteins Hafþórssonar sem er allra reyndasti veiði og leiðsögumaður landsins í Blöndu

Dagsetningar:
6-8 Júní. Uppselt
7-9 Júní.
8-10 Júní.

Dagskrá

  • Dagur 1.
  • 14:30. Þú mætir í veiðihúsið Hólahvarf. Létt hressing í boði við komu. Því næst er herbergjum úthlutað. 
  • 16:00. Námskeið hefst inni í borðsal Hólahvarfs og verður bæði innan og utandyra. 
  • 20:00. Námskeiði lýkur þennan daginn og nemendur slaka á og hafa gaman. 
  • 20:30. Þriggja rétta kvöldverður og skemmtileg heit.
  • Dagur 2. 
  • 07:00. Morgunverður.
  • 08:00. Tvíhenduköstin æfð í þaula í rennandi vatni á efri svæðum Blöndu.
  • 12:00 Námskeiði undir leiðsögn Glendu líkur. Nemendum er frjálst að æfa köstin áfram og jafnvel egna fyrir silung ef þeir óska. 
  • 13:00 Hádegisverður. 
  • 15:00. Veiði hefst á svæði eitt undir leiðsögn Þorsteins Hafsteinssonar. 
  • 20:00. Veiði líkur. 
  • 20: 30. Þriggja rétta kvöldverður og hörkufjör. 
  • Dagur 3.
  • 07:00 Morgunverður. Gestir tæma herbergi og fá með sér nestispakka frá veiðihúsinu
  • 08:00 Veiði hefst á svæði 1 undir leiðsögn Þorsteins Hafsteinssonar.
  • 13:00 Veiði líkur, brottför.

Kennari

Glenda Powel kemur frá Írlandi og hefur starfað í greininni frá blautu barnsbeini við ánna Blackwater í Írlandi. Hún hefur kennt fjölda fólks að kasta tvíhendu sem og einhendu, byrjendum, lengra komnum sem og kennurum. 
Hún hefur unnið til fjölda verðlauna og vann t.a.m heimsmeistaratitil kvenna í lengdarköstum árið 2006. 

Leiðsögumaður

Þorsteinn Hafþórsson eða Steini Haff eins og hann er kallaður er fæddur og uppalin á Blönduósi. Hann hefur verið við bakka Blöndu frá blautu barnsbeini og enginn þekkir Blöndu eins og Steini. Áhugi hans á veiði og  þá sérstaklega á Blöndu er á hæðsta stigi og er hann fæddur með veiðidellu af eigin sögn. Hann byrjaði að leiðsegja veiðimönnum 1994 og hefur því gríðar mikla reynslu á bakinu. Það er okkur mikill heiður á að fá Steina í lið með okkur og ef einhver á að koma veiðimanni í fisk á þessu námskeiði þá er það Steini.

Verð

Verð fyrir hvert pláss á námskeiði er kr.86.500,- 

Hægt er að sækja um niðurgreiðslu hjá stéttarfélögum vegna námskeiða en styrkurinn er getur verið allt að kr.40.000,- (misjafnt milli félaga)

Gisting er svo greidd á staðnum að lokum. Verð miða við 2 í herbergi er á sérkjörum eða 35.000 á mann á dag. Ef að fólk óskar eftir að vera í sér herbergi þá þá kostar það 45.000 kr, á mann á dag. 
Innifalið í húsgjaldi:
Aðgangur að heitum pott og sauna
Herbergi með sér baðherbergi
Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður

Innifalið

  • 2x 4 klukkustunda kennsla með Glendu Powel.
  • Veiðileyfi á efri svæðum vilji nemendur veiða að námskeiði loknu (2 á stöng)
  • Tvær vaktir á svæði 1 í blöndu (2 á stöng) 
  • Leiðsögn og tilsögn Þorsteins Hafþórssonar á meðan á veiðum stendur. 
  • Tvíhendur að láni fyrir þá sem ekki eiga slíka.

Myndir frá

Tvíhendu námskeið í Blöndu á stórlaxa tíma með Glendu Powell og leiðsögn með Þorsteini Hafþórssyni.

Skráning

Gjafabréf