Þrennan - Grand Slam með Elías Villimanni - Fish Partner

Þrennan – Grand Slam með Elías Villimanni

Þrennan! 

Dagana 26- 28 júlí ætlum við að halda þrennu mót eða “Grand slam” keppni eins og það kallast í Bandaríkjunum. Veiðifélagar ráða sjálfir hversu alvarlega keppnin er tekið en fyrst og fremst er þetta skemmti pakki þar sem maður er manns gaman eða kannski frekar þar sem fiskur er manns gaman. 

Keppnin snýst um að veiða alla þrjá laxfiskana það er Lax, Bleikja og Urriði. 

Veitt verður í Soginu á Þrastarlundarsvæðinu, Efri Brú í Úlfljótsvatni, Kaldárhöfða í Úlfljótsvatni og Þingvallavatni, Villingarvatnsárós í Þingvallavatni og í Villingavatni. Um er að ræða eingöngu fluguveiði. Veiðimönnum verður skipt upp og rótera á milli svæða samkvæmt skipulagi. Það veiða allir öll svæðin.

26 júlí. 

Klukkan 9:00 er hist á tjaldsvæðinu í Þrastarlundi og farið yfir prógramið og reglur keppninar. Menn geta komið upp tjaldi þá eða að veiðidegi loknum. 

Veitt til kl: ca 21:00. Menn hittast á tjaldstæði og og bera saman bækur sínar, deila myndum og segja sögur. 

27 júli. 

Veitt út daginn samkvæmt prógrami. Stuð og stemmning á tjaldsvæðinu hefst kl:20:00. Þá verður grillað en við höfum fengið matreiðslumanninn Örvar Bessason í lið með okkur og mun hann sjá um ljúfenga grill máltíð fyrir svanga munna. Því næst verður dagskrá þar sem engum mun leiðast. 

28 júlí. 

Tjaldi pakkað saman og svo haldið til veiða út daginn samkvæmt prógrami. 

Verðlaun verða síðan veitt síðar á sérstöku skemmtikvöldi Veiðifélaga sem auglýst verður síðar. 

Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson 

Er fararstjóri í þessari ferð. Flestir veiðimenn ættu að kannast við kauða úr Villimönnum en hann hefur einnig verið mjög virkur á Snapchat og Instagram. Elías er klár veiðimaður og mun miðla sinni þekkingu ásamt að halda utan um hópinn og leiða þá á vit ævintýra í þessari skemmtilegu ferð.

Örvar Bessason, Matreiðslu og grill meistari

Örvar Bessason mun grilla ofan í mannskapinn. Örvar er Gourmet matreiðslumaður með mikla reynslu. Hann hefur starfað sem grillmeistari og kennari í grillskóla Char Broil ásamt því að hafa starfað sem kokkur á ýmsum veitingahúsum. Þar má nefna Hótel Reynihlíð, T bone steikhús, Örkinni hans Nóa og  fjölmörgum öðrum stöðum í gegnum tíðina 

38.900kr á mann.

Innifalið í verði er. 

  • Veiðileyfi á öllum svæðum
  • Fararstjórn og skipulagning
  • Tjaldstæði í Þrastarlundi í tvær nætur
  • Grill máltíð annað kvöldið og kvöldvaka
  • Ævintýri

Aðeins fyrir Veiðifélaga

Myndir frá

Þrennan – Grand Slam með Elías Villimanni

Skráning

Gjafabréf