Hinar geysivinsælu Silungasafarí ferðir með Dagbók Urriða í Norðlingafljót eru komnar aftur!
3 daga ævintýraferð á hálendi Íslands með Dagbók Urriða.
Norðlingafljót er frábær silungsveiðiá sem geymir stóra urriða og rígvænar bleikjur. Veiðisvæðið er víðáttumikið, eða um 35 km með beygjum, fossum, flúðum, lygnum, bökkum og hyljum. Það er því nægt svæði undir til að rannsaka og finna draumafiskana á. Fyrir þá sem eru tilbúnir að leggja á sig að leita og skrá hjá sér, er hér einstakt tækifæri til þess að hitta aðra slíka veiðimenn- og konur og bera saman bækur í enda dags.
Svæðinu verður skipt upp í svæði og síðan róterað eftir hvern dag. Þetta eru jú 3 heilir veiðidagar og pláss fyrir 10 upplýsingaþyrsta veiðimenn. Það ætti því ekki að taka langan tíma að kortleggja góða veiðistaði til viðbótar við þá sem nú þegar er vitað um og geyma væna fiska.
Við hittumst við brúnna við Helluvað um kl 10, 5. júlí og skiptum svæðinu upp. Við veiðum síðan allan daginn og í lok dags hittumst við Álftakrók og borðum saman.
Um kvöldið fer Dagbók Urriða yfir þá fiska sem veiddust yfir daginn á skjávarpa og sýnir myndir. Með hverju leyfi fylgir lítil veiðibók þar sem menn geta skráð inn og merkt á kort. Þeir veiðimenn sem fengu fiska segja okkur hinum aðeins frá hvað þeir tóku og hvaða aðferðum var beitt. Það eru því ansi gagnlegar upplýsingar að skrá hjá sér.
Síðan tekur við kvöldskemmtun, þar sem meðal annars er farið í kastkeppni sem heitir “Kastað í veiðileyfið” og menn geta síðan spjallað og haft gaman saman fram á kvöld. Á morgni 6. júlí er svæðum róterað og ævintýraþyrstir veiðimenn halda til veiða.
Um kvöldið er hisst í Álftarkrók og borðað saman. Síðan fer svipað ferli í gagn hvað varðar að bera saman bækur, fara yfir þá fiska sem veiddust ofl. Næst tekur við Veiði-pubquiz með vinningum, verðlaunaafhending fyrir fallegasta fiskinn enn sem komið er, veiðistaðakynning og safaríþáttakenndur hafa gaman saman fram á kvöld. Á morgni 7. júlí er pakkað saman úr húsinu og svæðum róterað og menn veiða allan daginn.
Einstaklega skemmtilegt tækifæri til að hittast og hafa gaman í veiði. Og enn betra tækifæri til þess að rannsaka frábæra á, skrá hjá sér og gera að sinni uppáhaldsá. Það er ekki ólíklegt að draumafiskurinn komi í þessari ferð. Í ánni er veitt á flugu og öllu sleppt. Hægt er að keyra að nokkrum stöðum en hér munu tveir jafnfljótir skila bestum árangri.
Ólafur Tómas Guðbjartsson
Verður fararstjóri en flestir veiðimann ættu að kannast við hann frá Youtube, Snapchat og Hlaðvarpi undir nafninu Dagbók Urriða. Óli mun halda uppi fjöri og stemningu í ferðini.
5. júlí
Menn hittast við brúna við Helluvað klukkan 10:00 Mönnum skipt upp á milli svæða. Veitt út daginn. Menn hittast klukkan 20:00 í skálanum Álftarkrók. Þar sem verður boðið uppá Íslenska Kjötsúpu áður en að kvöldvakan hefst fá menn að vita svæða skiptingu næsta dags. Kvöldvakan verður svo tekin með stæl.
6. júlí
09:00 – ÞAÐ ER RÆS! Menn græja sér nesti og halda svo til veiða. Hér veiðum við allan dagin líkt og fyrri dag og njótum í botn. Klukkan 20:00 er svo grillveisla þar sem boðið er uppá hefðbundinn fjallagrillmat. Lambakjöt, kartöflusalat og grænmeti. Þarnæst er kvöldvakan þar sem myndir af veiði dagsins verður sýndar á skjá. Rætt um fiska og veiðistaði,flugur og upplifun dagsins. Veiðipubquiz og grín í framhaldinu.
7. júlí
Menn sofa úr sér og fá sér morgunmat. Því næst er róterað. Menn græja sér nesti, tæma skálan og þrífa eftir sig. Veiða síðan allan daginn og halda heim með bros á vör og fullt af montsögum til að deila með félögunum sem nenntu ekki að koma.
Það eru aðeins 10 sæti í boði. Menn tvímenna á stöng.
Hvað er innifalið?
- Veiðileyfi í 3 daga í Norðlingafljóti
- Gisting í tvær nætur í Álftarkróki
- Kjötsúpu og grillveisla
- Skipulagning
- Kvöldvaka með pupquizi, leikjum og veiði glaðningum
- Stanslaust stuð!
Menn koma með eigin morgun-og hádegismat.
Verð á mann 43.900
Aðeins fyrir Veiðifélaga.