Silungasafarí á Suðurlandi með Dagbók Urriða. 16-20 júní - Fish Partner

Silungasafarí á Suðurlandi með Dagbók Urriða. 16-20 júní

Splunkuný ferð í Silungasafarí sarpinn. Í þetta sinn mun Ólafur Tómas, Dagbók Urriða, sjá um farastjórn í ævintýraferð um Skaftafellssýslu 16-20 júní. Gist verður í veiðihúsinu við Tungufljót og veitt á víðfemu svæði í kring.
Aðeins eru 7 pláss í þessa ferð og munu þátttakendur geta veitt Tungufljót, Fossála-Þverá, Vatnamót og Ófærur.
Þessi ferð býður því upp á gríðarlega stórt og fjölbreytt veiðisvæði.

Ferðaplan

16. júní. Hist við veiðihúsið við Tungufljót kl.15.00. Komið sér fyrir og svæði skipt og svo er veitt eins og fólki lystir.

17-19. júní. Veiði, veiði, veiði! Uppgjörskvöldvaka hvert kvöld með skemmtun, pub quiz og hinn æsispennandi, og sívinsæli liður, Kastað í Veiðileyfi.

20. júní. Veitt um morguninn en húsið þarf að vera tómt um kl. 13.00. Veiðimenn geta svo veitt áfram út dagin á öllum svæðum nema Tungufljóti.

Veiðisvæði


Tungufljót: Er ein þekktasta sjóbirtingsá landsins. Færri vita að í Tungufljóti leynist eining góð bleikju og urriða veiði. Yfir sumarið þegar sjóbirtingurinn er í sjó má finna á neðra veiðisvæðinu frá Bjarnafossi og niður úr væna staðbundna fiska, bæði bleikju og urriða. Að auki má finna sjóbirtings geldfisk í ármótum allt sumarið. Ofan við Bjarnafoss tekur við gríðarlega fallegt svæði sem leynir á sér. Þar er að finna staðbundna urriða sem gaman er að eiga við í stórbrotnu umhverfi. Áin rennur í gljúfri upp að Titjufossi og er það talsverð ganga, en vel þess virði því náttúran þar er einstök. Hægt er að aka að gljúfrinu á tveimur stöðum þar sem menn leggja og ganga. Ofan við Titjufoss er einnig urriði upp að fossi ofan við Ljótstaði.

Fossálar-Þverá-Þverárvatn-Öðulbrúará
Þessari gullfallegu á hefur hingað til verið skipt upp í mörg svæði, en er nú öll komin undir einn hatt.
Líkt og Tungufljótið og Vatnamótin hefur aðalsmerki svæðisins verið sjóbirtingur en hér leynast einning staðbundnir fiskar og þá helst vænar bleikjur sem við munum eltast við í þessari ferð.

Ófærur. Nyrðri og Syðri Ófærur eru víðfemar ár sem eiga upptök sín í Blautulónum og Muggudölum á hálendinu og renna um Eldgjá niður í Skaftá. Veiðisvæðið er gríðarstórt og þarf oft að leggja mikið á sig til að finna fisk. Þó er hægt að ganga nokkuð öruggt að því að nokkuð magn af bleikju leynist undir Eldgjárfossi, sem er einn tilkomumesti veiðistaður landsins.

Vatnamót. Gríðarlega stórt veiðisvæði, sem hefur löngum verið rómað fyrir að vera á meðal þeirra gjöfulstu á landinu. Um er að ræða ýmsar ár og læki sem renna niður sandana og sameinast í Skaftá. Meðal þeirra eru Fossálar, Breðabakkakvísl og Hörgsá. Sjóbirtingsveiði hefur verið aðalsmerki Vatnamóta, en einnig veiðist töluvert af staðbundinni bleikju á svæðinu.

Fararstjóri

Ólafur Tómas Guðbjartsson verður fararstjóri í þessari ferð og mun sjá um að halda uppi stemningunni, ásamt því að miðla af sinni reynslu. Varla þarf að kynna Óla fyrir íslensku veiðifólki en sem Dagbók Urriða hefur hann staðið að bókaútgáfu um veiði, framleitt sónvarpsþætti og um þessar mundir heldur hann úti hlaðvarpinu Dagbók Urriða.

Gisting

Gist verður í veiðihúsinu við Tungufljót. Þar eru að finna 4. tveggja manna herbergi, fullbúið elhús, 2. baðherbergi, grill, vöðlugeymslu og öll helstu þægindi sem þörf er á.

Verð

Verð á mann er 69.900.
Innifalið er:
Gisting, tveggja manna herbergi
Veiðileyfi
Farastjórn

Við mælum eindregið með því að þáttakendur hafi yfir fjórhjóladrifnum bíl að ráða.
Þáttakendur koma sjálfir með mat og drykk í þessa ferð.

Aðeins fyrir Veiðifélaga.

Myndir frá

Silungasafarí á Suðurlandi með Dagbók Urriða. 16-20 júní

Skráning

Gjafabréf