Safaríferð Fjalla-Eyvindar og Höllu með Dagbók Urriða. - UPPSELT! - Fish Partner

Safaríferð Fjalla-Eyvindar og Höllu með Dagbók Urriða. – UPPSELT!

Ótrúlega spennandi safaríferð um Eyvindarstaðaheiði og Kjöl.
Blöndukvíslar eru líklega það silungsveiðisvæði sem hvað flestir aðdáendur silungsveiði hafa látið framhjá sér fara. 7 ársvæði og ótal kílómetrar af rennandi vatni sem allt heldur fisk. Í ágúst er silungurinn úr vatnasvæðinu í Blöndulónum kominn upp í árnar og bætist við þann staðbundna stofn sem þar er fyrir og hann er vænn! Urriðar og bleikjur í ótrúlega fallegum hyljum. Þetta er í raun himnaríki silungsveiðimannsins. Viltu veiða væna silunga á þurrflugu, púpu eða straumflugu? Viltu kasta í hylji sem fáir hafa áður kastað í? Viltu slaka á í ótrúlega fallegu umhverfi þess á milli? Þessi ferð hefur þetta allt. 12 stangir saman að rannsaka það sem í boði er. Margir frábærir veiðistaðir eru nú þegar kortlagðir en fjölmargir enn ósnertir. Gist er í Áfangafelli, í eins miklum lúxus og veiðimanni getur dreymt um á hálendinu. Góð herbergi með rúmfötum, heitur pottur og síðast en ekki síst, frábær félagsskapur annara ævintýragjarna silungsveiðimanna. Veiði allan daginn, heljarinnar fjör á kvöldin. Þannig á það að vera. Veiði-Pupquiz, kastað í veiðileyfið, yfirferð yfir daginn í veiði á skjávarpa og misgóð tónlist og skemmtiatriði. Þetta verður fjör! Safaríferðir dagbókarinnar snúast ekki um annað!

Ferðaplan:

11 Ágúst. Hópurinn hittist í Áfanga kl 13. Farið yfir dagskrá og haldið til veiða.
Kvöldvaka um kvöldið. Farið yfir veiði dagsins og veiðimenn bera saman bækur.

12 Ágúst. Veitt….
Kvöldvaka um kvöldið. Farið yfir veiði dagsins og veiðimenn bera saman bækur.

13 Ágúst. Veitt…..
Kvöldvaka um kvöldið. Verðlaun veitt fyrir fallegasta fiskinn og heiðin kvödd með góðri skemmtun.

14 ágúst. Brottför úr skála klukkan 10:00. Frjáls veiði fyrir þá sem vilja á svæðinu.

Verð á mann er 59.000 kr.

Innifalið er:
Veiðileyfi alla dagana.
Gisting í Áfangaskála.
Rúmföt.
Fararstjórn
Stanslaust stuð!


Myndir frá

Safaríferð Fjalla-Eyvindar og Höllu með Dagbók Urriða. – UPPSELT!

Skráning

Gjafabréf