Púpa 201 — Andstreymisveiði alla leið- UPPSELT - Fish Partner

Púpa 201 — Andstreymisveiði alla leið- UPPSELT

Púpa 201 — Andstreymisveiði alla leið

Námskeið þar sem þú munt setja í hann!

Bóklegt og verklegt námskeið sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Þátttakendur læra allt sem viðkemur andstreymisveiði. Veitt verður í Köldukvísl og Tungnaá.

Námskeiðið skiptist í bóklegan og verklegan hluta. 

Bóklegi hlutinn verður kenndur í Reykjavík, Í Sundaborg 5. Þar verða kynningar á öllum aðferðum og hnútum sem tengjast andstreymisveiði. Farið verður ítarlega í hvernig skal bera sig í mismunandi aðstæðum, réttar þyngingar, lengdir tauma, stærð tökuvara, flugur o.fl. Einnig verður farið yfir „euro nymphing“ og  hvernig og hvenær gott er að nota þurrflugu.

Verklegi hlutinn verður kenndur í Köldukvísl og Tungnaá á hálendinu. Þar fá þátttakendur færi á að spreyta sig í listinni að púpa við mismunandi aðstæður undir leiðsögn færustu kennara sem völ er á.

Haldin verða tvö námskeið og eru 12 sæti á hvoru námskeiði. Dagsetningar eru:

Fimmtudagur 20. maí: 

Bóklegi hlutinn — Allir nemendur úr báðum hópum koma saman og læra bóklega hlutann 

Klukkan 20:00 í Sundaborg 5 í Reykjavík.

Föstudagur 21. maí – laugardagur 22. maí:

Fyrri hópurinn mætir upp í Veiðihúsið Þóristungum kl. 20:00. Boðið verður upp á kvöldverð og farið yfir dagskrá morgundagsins. Á laugardeginum verður morgunverður kl. 8:00 og í kjölfarið græja þátttakendur sig og fara á veiðislóð í fylgd kennara. Allir fá nestisbox með sér fyrir daginn. Formlegri dagskrá líkur kl 18.00 en þátttakendur geta spreytt sig til kl 21.00

Laugardagur 22. maí – sunnudagur 23. maí:

Seinni hópurinn mætir upp í Veiðihúsið Þóristungum kl. 20:00 á laugardegi. Að öðru leyti er dagskrá með sama sniði og lýst er að ofan.

Kennarar:

Sigþór Steinn Ólafsson

Sigþór hefur frá blautu barnsbeini verið forfallinn veiðimaður. Náði tökum á fluguveiði 12 ára gamall og veit ekkert skemmtilegra en að eltast við laxfiska allt sumarið. Sigþór hefur síðastliðin 16 sumar starfað við leiðsögn veiðimanna víða um land. Sigþór er ástriðu veiðimaður vort sem það heitir lax, urriði eða bleikja, þó eiga stórir urriðar og sjóbirtingar sérstakan stall hjá honum. Á veturna heldur Sigþór úti hlaðvarpinu Hylurinn um fluguveiði auk þess sem að hnýta ógrynni af flugum fyrir sig og viðskiptavini sína. 

Birkir Már Harðarson 

Byrjaði veiðiskap sem smá polli. Fluguveiði tók yfir um fermingaraldur og eyddi hann unglingsárunum á bökkum vatnanna. Birkir byrjaði að starfa sem leiðsögumaður um bílprófsaldur og hefur starfað við það síðan. Birkir hefur mikla reynslu sem bæði veiðimaður og leiðsögumaður en hann hefur leiðbeint veiðimönnum á þingvöllum, Norðurá og víðar. Mest hefur hann þó leiðbeint mönnum í Köldukvísl og Tungngá og þekkir því svæðið eins og lófan á sér. 

Hrafn H. Hauksson

Allt frá því Hrafn gat fyrst haldið á stöng hefur líf hans snúist meira og minna um stangveiðar. Hann byrjaði að fikta við fluguveiðar fyrir ríflega hálfum öðrum áratug og síðan þá hefur lítið annað komist að. Hrafn segist fyrst og fremst vera silungsveiðimaður þó hann teljist líklega alæta. Hann hefur þó sérstakt dálæti á erfiðum fiskum og ber urriðinn í Minnivallalæk þar af. Á veturna þarf jú að vinna fyrir veiðileyfunum en fluguhnýtingar skipa stórann sess í vetrarverkunum.

Innifalið í námskeiðsgjaldi er: 

  • Öll námsgögn.
  • Bóklegt námskeið sem haldið verður í Sundaborg 5 í Reykjavík.
  • Verklegt námskeið í Köldukvísl og Tungnaá undir leiðsögn kennara.
  • Uppábúin gisting í Veiðihúsinu Þóristungum með morgunverði, hádegisverðarpakka og kvöldmáltíð. 
  • Tíu púpur og fimm þurrflugur sem virka á svæðinu. 

Verð er 49.900 kr. á mann (verð fyrir veiðifélaga er 43.900)

Skilyrði er að þátttakendur kunni að kasta með flugustöng. Kastnámskeið eru í boði hér

Nemendum er bent á möguleikann á niðurgreiðslu frá stéttarfélögum.

Veiðifélagar fá 6000kr afslátt af námskeiðinu. Afsláttar kóði er að finna undir “Afslættir veiðifélaga”

Myndir frá

Púpa 201 — Andstreymisveiði alla leið- UPPSELT

Skráning

Gjafabréf