Púpa 101 - Náðu tökum á andstreymisveiði með tökuvara- UPPSELT - Fish Partner

Púpa 101 – Náðu tökum á andstreymisveiði með tökuvara- UPPSELT

Lærðu að veiða meira. Lærðu að veiða andstreymis!

Bóklegt og verklegt námskeið um grunnatriði í andstreymisveiði. Sérstaklega verður lögð áhersla á veiði með tökuvara. 

Námskeiðið skiptist í bóklegan og verklegan hluta.

Bóklegi hlutinn verður kenndur í Reykjavík, í Sundaborg 5. Fer sú kennsla fram á miðvikudagskvöldi í vikunni verklega hlutann. Þar verða kynningar á öllum aðferðum og hnútum sem tengjast andstreymisveiði. Farið verður ítarlega í hvernig skal bera sig í mismunandi aðstæðum, réttar þyngingar, lengdir tauma, stærð tökuvara, flugur o.fl. 

Verklegi hluti námskeiðsins fer fram á bökkum Varmá en þar eru menn paraðir tveir og tveir með kennara sem að aðstoðar þá við að bera sig rétt að við veiðarnar. Þessi hluti námskeiðsins er 5-6 klst. eða hálfur dagur og er deginum skipt í fyrri og seinnipart.

Tvö námskeið eru í boði. Verklegi hlutinn fer fram á tveimur helgum í maí, annars vegar 15.,16. og hinsvegar 29.,30. maí. Bóklegi hlutinn í vikunni á undan, þ.e. miðvikudaginn 12. maí fyrir fyrra námskeið, og  fimmtudaginn 27. maí fyrir síðara námskeiðið

Innifalið í námskeiðsgjaldi er:

  • Öll námsgögn.
  • Bóklegt námskeið sem haldið verður í Sundarborg 5 í Reykjavík.
  • Verklegt námskeið í Bugðu í Kjós, hálfur dagur.(ATH: Vegna lax í Bugðu munu námskeiðinn 29 og 30 maí fara fram í Varmá)

Skilyrði er að þátttakendur kunni að kasta með flugustöng. Kastnámskeið eru í boði hér

Nemendum er bent á möguleikann á niðurgreiðslu frá flestum stéttarfélögum.

Verð 24.990 kr á mann

Veiðifélagar fá 6000kr afslátt af námskeiðinu. Afsláttar kóði er að finna undir “Afslættir veiðifélaga”

Kennarar:

Sigþór Steinn Ólafsson

Sigþór hefur frá blautu barnsbeini verið forfallinn veiðimaður. Náði tökum á fluguveiði 12 ára gamall og veit ekkert skemmtilegra en að eltast við laxfiska allt sumarið. Sigþór hefur síðastliðin 16 sumur starfað við leiðsögn veiðimanna víða um land. Sigþór er ástriðu veiðimaður hort sem það heitir lax, urriði eða bleikja. Þó eiga stórir urriðar og sjóbirtingar sérstakan stall hjá honum. Á vetrum heldur Sigþór úti hlaðvarpinu Hylnum um fluguveiði auk þess að hnýta ógrynni af flugum fyrir sig og viðskiptavini sína. 

Hrafn H. Hauksson

Allt frá því Hrafn gat fyrst haldið á stöng hefur líf hans snúist meira og minna um stangveiðar. Hann byrjaði að fikta við fluguveiðar fyrir ríflega hálfum öðrum áratug og síðan þá hefur lítið annað komist að. Hrafn segist fyrst og fremst vera silungsveiðimaður þó hann teljist líklega alæta. Hann hefur þó sérstakt dálæti á erfiðum fiskum og ber urriðinn í Minnivallalæk þar af. Á vetrum þarf jú að vinna fyrir veiðileyfunum en fluguhnýtingar skipa stóran sess í vetrarverkunum.

ATH: Námskeiðinn 29 og 30 maí hafa verið færð í Varmá

Myndir frá

Púpa 101 – Náðu tökum á andstreymisveiði með tökuvara- UPPSELT

Skráning

Gjafabréf