Pungsakkan 2021 - Frábær veiðifélagaferð fyrir þá sem veiða sér til matar! - Fish Partner

Pungsakkan 2021 – Frábær veiðifélagaferð fyrir þá sem veiða sér til matar!

Frábær Veiðifélagaferð fyrir þá sem veiða sér til matar! 

Helgina 23 – 25 júlí ætlum við að bjóða uppá stórskemmtilega veiðiferð uppá hálendi Íslands

Veitt verður í Fellsendavatni, Dómadalsvatni og Herbjarnafellsvatni og gist á tjaldvæðinu við Landmannahelli.

Ágæt tjaldstæði eru á bökkum Helliskvíslar við Landmannahelli. Hreinlætisaðstaða með 2 vatnssalernum og sturtu er við tjaldsvæðið. Þannig að vel ætti að fara um alla. 

Veitt verða sérstök verðlaun fyrir stærsta fiskinn og flestu fiskana!

Föstudagur 23 júlí. 

Veiðimenn hittast við Fellsendavatn og veiða út þann dag í vatninu. Mætingartími er frjáls en við mælum þó með að fólk mæti í fyrra fallinu til að fá sem mest út úr veiðideginum. Að veiðidegi loknum er ekið inn að Landmannahelli þar sem þú slærð upp tjaldi eða annarskonar svefnaðstöðu á tjaldsvæði Landmannahellis. Fólk kemur saman kynnist og hefur gaman.

Laugardagur 24 júlí. 

Veitt í Dómadalsvatni og eða Herbjarnafellsvatni út daginn. Klukkan 20:00 koma veiðifélagar svo saman á tjaldsvæðinu þar sem verður grillað. Einnig fer þar fram hin geysivinsæla pungsökku kastkeppni. Þá er keppt í lengdarköstum með kaststöng og pungsökku. Vegleg verðlaun fyrir færasta kastarann á svæðinu. Síðan verður trallað og sprellað fram eftir kvöldi.

Sunnudagur 25 júlí. 

Tjaldi pakkað saman. Veitt verður þennan dag í hvaða vatni sem fólk óskar eftir af þeim þrem sem eru innan veiðifélaga. 

Verðlaun verða síðan veitt síðar á sérstöku skemmtikvöldi veiðifélaga sem auglýst verður síðar. 

Til að geta tekið þátt í þessari ferð þarftu að gerast Veiðifélagi fyrst

Hvað er innifalið:

  • Veiðileyfi í gegnum meðlimakort Veiðifélaga
  • Gisting í 2 nætur á tjaldsvæðinu í Landmannahelli 
  • Grillmáltíð á Laugardeginum
  • Kvöldsprell 
  • Pungsökku kastkeppni
  • 1 makríll

Verð á mann 7.500

Gunnar Ólafur Kristleifsson

Verður fararstjóri en Gunnar er búinn að stunda þetta veiðisvæði í áratugi og þekkir það eins og handabakið á sér. Gunnar mun sjá til þess að það verði fjör á hæðsta stigi og að allir muni fá harðsperrur í kynnarnar  eftir endalaust bros helgarinnar

Myndir frá

Pungsakkan 2021 – Frábær veiðifélagaferð fyrir þá sem veiða sér til matar!

Skráning

Gjafabréf