Kostaríka og Tarpon með Kristjáni Páli - Fish Partner

Kostaríka og Tarpon með Kristjáni Páli

Vikuna 9.-16. október 2022 ætla veiðifélagar að skella sér í sannkallaða stórfiska ferð til Kosta Ríka. Við erum með allt veiðihúsið fyrir okkur, þannig að þetta verður svakalegt fjör!

Flogið er í gegnum JFK flugvöll í New York. Við stillum saman strengi okkar og tökum sama flug frá JFK til San José. Þar er hópurinn sóttur á einka rútu sem kemur okkur í Tarpon Ville.

Það eru aðeins 7 pláss laus í þessa mögnuðu ferð þannig að það er ekki eftir neinu að bíða!

Verð er $3900 á mann.

Innifalið er.
Akstur frá San José til Tarpon Ville og til baka
Leiðsögumenn ( einn á hverja tvo veiðimenn)
Gisting og fullt fæði
Veiðileyfi
Happy Hour á barnum
Farastjóri

Veiðin

Í Tarpon Ville færðu tækifæri á að eltast við, og landa, stærstu fiskum sem þú munt nokkurntíman komast í tæri við. Það er alls ekki óalgengt að landa Tarpon sem er yfir 100 pund, og alltaf líkur á að setja í fiska um 200 pund. Við viljum meina að líkurnar á að veiða þessa fiska séu hvergi í heiminum betri en einmitt í Tarpon Ville. Þó svo að Tarpon verði alltaf aðalleikarinn í veiðinni hjá okkur þá er ekki þar með sagt að það sé eini fiskurinn sem veiðist. Jacks og Snook ( ísl. Snasi og Hrossatirtla) veiðast einnig í töluverðu magni og geta orðið orðið mjög stórir. Sérstaklega Jacks, en ekki er óalgengt að veiða um 30 punda fiska.

Veiðihús

Í veiðihúsinu í Tarpon Ville gætir allra helstu þæginda. Öll herbergin eru búin tveimur rúmum og baðherbergi. Loftræstingin er fyrsta flokks sem gerir það að verkum að hitabeltisloftslagið hefur lítil áhrif á svefninn, enda mikilvægt að hvílast vel eftir að hafa barist við tröllin sem búa í sjónum í kring. Öll herbergin fyrir utan eitt eru með útsýni yfir ströndina, en rétt fyrir utan hana er eitt fallegasta kóralrif í Karabískahafinu. Húsið er staðsett rétt fyrir utan þorpið Manzanillo, á miðju verndarsvæði. Dýralífið þarna er engu líkt og samanstendur af villtum öpum, letidýrum og fuglalífi sem er hreint út sagt ótrúlegt.

Matur og afþreying
Allar máltíðir í veiðihúsinu eru eldaðar á staðnum. Lögð er rík áhersla á að nýta hráefni úr nágrenninu og spilar fiskur, ferskt grænmeti og nýtíndir ávextir stórt hlutverk. Innifalið er daglegur “Happy Hour” sem inniheldur rom og bjór. Að auki er hægt að kaupa blandaða drykki á barnum. Fyrir þá sem hafa minni áhuga á veiði er nóg um að vera. Á meðal þess sem boðið er upp á eru bátsferðir í leit að höfrungum, útreiðatúrar, göngutúrar um verndarsvæðið með leiðsögumanni, köfun og margt fleira. Þá er vert að geta að næturlífið í Puerto Viejo er nánast goðsagnakennt og vel þess virði að heimsækja.

Farastjóri

Farastjóri verður Kristján Páll Rafnson, stofnandi og annar eigandi Fish Partner. Kristján hefur gríðarlega reynslu af veiði hvort sem það er silungsveiði á Íslandi eða Tarpon veiði í Karabíska hafinu.

Aðeins fyrir Veiðifélaga Fish Partner

Myndir frá

Kostaríka og Tarpon með Kristjáni Páli

Skráning

Gjafabréf