Amazon - 2.- 9. Febrúar 2025 - Fish Partner

Amazon – 2.- 9. Febrúar 2025

Peacock Bass í miðjum Amazon frumskóginum.

2. – 9. Febrúar 2025 ætlar Sindri Hlíðar Jónsson að leiða hóp á vit ævintýrana í Amazonfrumskógi Brasilíu. Áfangastaðurinn er Xeriuini River náttúruverndarsvæðið og Rio Novo í norðanverðum Amazonfrumskóginum.

Veiðin

Veiðin á svæðinu er mjög fjölbreytt en aðal tegundinn sem veiðimenn eltast við eru hinar 4 tegundir Peacock Bass sem finna má í þeim 300km af ám og yfir 100 mismunandi lónum sem við eigum kost á að veiða.
Butterfly og Orinocco Peacock bass verða um 10pund að stærð en Acu Peackock verða yfir 20 pund og stærstu Peacock Bass heims hafa einmitt veiðst á þessu svæði. Aðrar tegundir sem veiðimenn gætu rekist á eru hinir risavöxnu Arapaima, Arawana, Vampíru fiska, Úlffiska og mikið magn mismunandi Kattfiska.
Veiðimenn veiða bæði frá landi og frá 18feta bátum undir handleiðslu reynslu mikila innfæddra leiðsögumanna.
Mest er veitt á straumflugur og “poppera”(yfirborðs flugur sem eru strippaðar inn) og mælt er með stöngum númer #8 til #10 og tauma milli 30lb-50lb.

Veiðibúðirnar

Veiðihúsin eru húsbátar sem ferðast upp og niður árnar svo veiðimenn upplifa ný veiðisvæði á hverjum degi. Bátarnir bjóða upp á meiri lúxus en von er á í miðjum Amazon frumskóginum með sérbaðherbergi og loftkælingu inn á hverju herbergi.
Öll herbergin eru tveggja manna og deila menn herbergi. Aðeins er pláss fyrir 8 manns í búðunum

Ferðalagið

Til að komast á Xeriuini River náttúruverndarsvæðið þarf að komast fyrst til Miami, þægilegasta leiðin frá Íslandi er að fljúga til New York, þaðan til Miami og þaðan tekið beint flug til Manaus, stórborgarinar í miðjum Amazon frumskóginum. Í Manaus sækir flotflugvél frá veiðibúðunum okkur og fer með hópinn á loka áfangastað.

Verð

Verð á mann er 6200$ og innifalið er:
Mótaka á Manaus flugvellinum
Flug frá Manaus að veiðisvæðinu
6 og hálfur veiðidagar með leiðsögumanni
7 nætur í veiðibúðunum með fullu fæði og áfengi inniföldu
Veiðileyfi

Ekki innifalið:
Flug til Manaus(Best er að fljúga frá Miami beint til Manaus)
Hótel í Manaus(ef þess þarf, fer eftir flug plani)
Ferðatrygging
Þjórfé fyrir leiðsögumenn og starfsfólk veiðibúðana.

Fyrir bókanir og fyrirspurnir hafið samband við sindri@fishpartner.com eða í síma 8677545


Myndir frá

Amazon – 2.- 9. Febrúar 2025

Skráning

Fyrir bókanir og fyrirspurnir hafið samband við sindri@fishpartner.com eða í síma 8677545

Gjafabréf