Alpa ævintýri í Slóveníu með Dagbók Urriða - Apríl 2023 - Fish Partner

Alpa ævintýri í Slóveníu með Dagbók Urriða – Apríl 2023

Hann Ólafur Tómas Guðbjartsson eða Dagbók urriða eins og flestir þekkja hann ætlar að vera fararstjóri í þessari ferð.
Þetta verður sannkölluð ævintýraferð þar sem allir munu finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrsta ferðin sló eftirminnilega í gegn

Við ætlum að veiða með púpum, þurrflugum og straumflugum. Tegundirnar sem við erum að eltast við eru Urriði, Regnbogasilungur, “Marble trout” og “Greyling” (Harri) Umhverfið er afar fagurt og árnar kristal tærar. Þessi árstími er frábær bæði veðurfarslega og veiðilega séð. Hitinn er um 17-20 gráður og stilla. Þessi ferð er tilvalin til að tengja saman veiði og borgarferð í Evrópu. Frábær leið til þess að hefja veiðitímabilið og veiða á stuttermabol í gríðar fallegu umhverfi á meðan ísa leysir á Íslandi.

Verð á mann er 1395 Evrur.
10 Pláss í boði

Innifalið í pakkanum er:
Akstur til og frá flugvellinum í Ljubliana
Gisting og matur í notarlegu gistihúsi
Leiðsögumaður
Fararstjórn og skemmtun
Flugur og taumar

Ekki innifalið:
Flug

Ferðaplan

22. apríl
Hist í Ljublijana. Akstur frá flugvelli er um 20 mínútur. Mögulega veitt þann dag ef við lendum snemma.

23. apríl
Morgunmatur klukkan, 07:00. Lagt af stað til veiða klukkan 08:00. Veiðsvæðið sem veitt er á í dag er valið af leiðsögumönnum og fer eftir aðstæðum og vilja veiðimanna. Það verður eithvað af eftirfarandi ám: Sava, Bistrica, Savinja, Krka eða Unica.

24. apríl
Morgunmatur klukkan, 07:00. Lagt af stað til veiða klukkan 08:00. Veiðsvæðið sem veitt er á í dag er valið af leiðsögumönnum og fer eftir aðstæðum og vilja veiðimanna. Mögulega farið í aðeins meiri áskorun í dag og veitt í ánum Idrijca, Vipava eða Soca.

25. apríl
Morgunmatur klukkan, 07:00. Lagt af stað til veiða klukkan 08:00. Veiðsvæðið sem veitt er á í dag er valið af leiðsögumönnum og fer eftir aðstæðum og vilja veiðimanna. Hægt er að velja á milli ánna sem veitt var fyrri daga eða fara og eltast við væna Regnbogasilunga í stöðuvatninu Moste.

26. apríl
Brottfaradagur. Möguleiki á hálfsdagsveiði fyrir brottför. Akstur á flugvöll.

Veiðin

Fluguveiði í Slóveníu er gríðarlega vanmetin. Veiðin er ótrúlega fjölbreytt og hægt að velja úr fjölmörgum tegunda veiðisvæða og fisktegunda. Á meðal tegunda sem veiðast er urriði, regnbogasilungur, harri (grayling), Danube lax(European Taimen) og marble trout

Svæðin eru ótrúlega fjölbreytt og hægt að haga veiðinni nákvæmlega eftir sínu eigin höfði, hvort sem þig langar að veiða í litlum teknískum ám, eða stærri fljótum. Á meðal þeirra svæða sem eru í boði eru Sava, Savinja, Sora, Sava Bohinjka, Sava Dolinjka, Krka og Unica, ásamt gríðarlega mörgum hliðarám og stöðuvötnum.

Fararstjóri

Ólafur Tómas Guðbjartsson verður fararstjóri en flestir veiðimenn ættu að kannast við hann frá Youtube, Snapchat og Hlaðvarpi og sjónvarps þáttum undir nafninu Dagbók Urriða. Óli mun halda uppi fjöri og stemningu í ferðinni.

Gisting

Aðeins fyrir Veiðifélaga Fish Partner

Takmarkað pláss í boði

Myndir frá

Alpa ævintýri í Slóveníu með Dagbók Urriða – Apríl 2023

Skráning

Gjafabréf