Að setja í þann stóra, með Nils Folmer Jörgensen - Fish Partner

Að setja í þann stóra, með Nils Folmer Jörgensen

Næstkomandi júní verður haldið laxveiðinámskeið í Blöndu. Kennarinn verður hinn kunni laxveiðimaður Nils Folmer Jörgensen. Farið verður yfir hvernig lesa skal vatn, hvar hann liggur og hvernig skal bera fluguna rétt að laxinum.
Þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem vilja annaðhvort læra að veiða lax eða bæta við sig kunnáttu. Svo áttu möguleika á að veiða risa lax í leiðinni! Kennt verður bæði innan dyra í Veiðihúsinu Hólahvarfi, og svo í raunverulegum aðstæðum á svæði 1 í Blöndu þar sem Nils Folmer Jorgensen og Kristján Páll Rafnsson segja mönnum til.
Nils mun fara yfir sínar veiðiaðferðir og tækni sem færir þig nær draumafiskinum. Hvar liggur fiskurinn? Hvernig á að nálgast hann? hvaða útbúnað hann notar og hvað fær þann stóra til að taka fluguna? Hann mun einnig fara yfir hvað er ekki mikilvægt og hvað er mjög mikilvægt.
Ef þú styggir fiskinn í fyrsta kasti þá skipta flottustu græjurnar og rétta flugan litlu máli, Að setja í þann stóra getur verið heppni en með hæfilegri bjartsýni, réttri aðferð og góðri frammistöðu ertu mun nær drauma fiskinum!

Dagsetning

13-15 júní, 2025

Dagskrá

13.Júni

  • 14:00. Þú mætir í veiðihúsið Hólahvarf. Létt hressing í boði við komu. Námskeið hefst í Veiðihúsinu
  • 15:00. Haldið til veiða á Svæði 1 í Blöndu, Farið yfir ýmis atriði á bakkanum.
  • 20:00. Veiði líkur og haldið upp í hús, Farið yfir daginn.
  • 20:30. Þriggja rétta kvöldverður og skemmtileg heit.

14.Júní

  • 07:00. Morgunverður, farið verður yfir ýmis mikilvæg atriði á meðan snætt er.
  • 08:00. Haldið til veiða á svæði 1 í Blöndu
  • 12:30 Morgunvakt líkur og haldið upp í veiðihús
  • 13:00 Hádegisverður, rætt verður um morgunin, og þekkingu miðlað
  • 15:00. Veiði hefst á svæði 1 í Blöndu.
  • 20:00. Veiði líkur.
  • 20: 30. Þriggja rétta kvöldverður og hörkufjör.


15.Júní

  • 07:00 Morgunverður.
  • 08:00 Veiði hefst á svæði 1 í Blöndu.
  • 13:00 Veiði líkur, brottför.

Kennari

Það vita flestir veiðimenn á Íslandi hver stórlaxahvíslarin hann Nils Folmer er, en það eru fáir sem veiða jafn marga stórlaxa á hverju ári og hann. Hann hefur veitt fjölda laxa á Íslandi sem voru 100cm eða stærri og heilan helling af löxum í flokknum 90-99cm

Nils er fæddur í Danmörku en hefur verið búsettur á Íslandi fjölda ára. Hann hefur veitt allt sitt líf. Þegar hann var ellefu ára gaf afi hans honum flugustöng og þá snérist líf hans við. Ástríða hans hefur orðið að hans ævistarfi. Nils hefur unnið fyrir mörg þekkt fyrirtæki í bransanum þar sem hann hefur hannað flugustangir, fluguhjól, línur, vöðlur og fatnað. Fyrirtæki sem hann hefur unnið fyrir eru td. Einarsson, Zpey, Simms, Scierra, Loop og Mustad. Einnig hefur hann hannað fjöldan allan af flugum sem hafa gefið góða raun og njóta mikilla vinsælda.

Í gegnum árin hefur hann skrifað fyrir fjölda veiðiblaða, verið í sjónvarpsþáttum og veiðikvikmyndum sem seldar eru á netinu. Síðast en ekki síst hefur hann kennt fluguköst og veiðitækni.

Nils er þéttbókaður á sumrin í veiði en hann veiðir silung á vorin og lax á sumrin. Á veturnar fer hann á framandi slóðir að veiða í saltvatni þar sem hann egnir fyrir fallegum fiskum.

Verð

Verð miðast við hversu margir munu deila stöng. En allt að 4 geta fengið að deila stöng.
Verð á mann miða við tvo á stöng: kr. 102.000,-
Verð miða við 3 á stöng.: kr.71.000,-
Verð miða við 4 á stöng: kr. 55.000,-

Hægt er að sækja um niðurgreiðslu hjá stéttarfélögum vegna námskeiða en styrkurinn er getur verið allt að kr.40.000,- (misjafnt milli félaga)
Gisting er svo greidd á staðnum við brottför. Verð miðar við að tveir deili herbergi og er á sérkjörum, eða kr. 35,000,- á mann á dag. Ef að fólk óskar eftir að vera í sér herbergi þá kostar það kr. 45.000,- á mann á dag.

Innifalið í námskeiði

Námskeið undir leiðsögn Nils Folmer Jörgensen
Veiðileyfi á svæði 1 í Blöndu

Villtu fara en lengra?

Fyrir þá sem vilja bæta eða læra tvíhenduköst þá býðst mönnum að koma fyrr, þá annaðhvort snemma morguns eða degi fyrr og fá tvíhendu kennslu hjá Glendu Powel.
Hægt er að bóka annaðhvort fjóra eða átta tíma kennslu hjá þessum magnaða kennara.

Verð fer eftir stærð hóps

Myndir frá

Að setja í þann stóra, með Nils Folmer Jörgensen

Skráning

Gjafabréf