Undir vatnsborðinu - Fish Partner

Undir vatnsborðinu

Undir vatnsborðinu

Íslenska fluguveiðiakademían kynnir fyrirlestur um vatnalífríki
Staðsetning: Húsakynni Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar, Flatahrauni 29, Hafnarfirði.
Tímasetning: 24. mars kl 20.00

Að standa á vatnsbakka með stöng í hönd og egna fyrir fisk er einstök upplifun. Stundum gerist ekkert sama hvaða aðferðum er beitt og stundum virkar allt, meira að segja ber krókurinn. Allir veiðimenn hafa velt fyrir sér hvað það er sem fiskurinn sækist eftir?  Skiptir máli hvar verið er að veiða, hvenær ársins, hvaða fisktegund eða í hvernig veðri? Í þessum fyrirlestri verður fjallað um fæðuval íslenskra ferskvatnsfiska og fæðuframboð í umhverfi þeirra. Árstíðabundnar breytingar í fæðuframboði, skynfæri fiska, hvernig þeir velja bráð, hvort umhverfisaðstæður hafi áhrif á fæðuval og hvort veiðimaðurinn geti nýtt sér þekkingu á þessum þáttum til að auka líkurnar á að veiða fisk.

Verð: 3.900 kr. fyrirlesturinn er tvær klst.

Nemendum er bent á möguleikann á niðurgreiðslu frá stéttarfélögum og að yngri kynslóðin geti nýtt frístundarkortið eða samskonar styrki.

Kennarar

Friðþjófur Árnason-Líffræðingur

Hefur starfað hjá Hafrannsóknastofnun (áður Veiðimálastofnun) við rannsóknir á laxfiskum og lífríki ferskvatns frá árinu 1991. Fékk snemma áhuga á stangveiði og þeim spennandi lífheimi sem er undir vatnsborðinu. Ákvað að besta leiðin til betra lífs væri að sameina áhugamálið og ævistarfið. Hefur helgað sig margvíslegum rannsóknum á lífríki í fersku vatni, allt frá frumframleiðslu þörunga til hrygningaratferlis laxfiska

Myndir frá

Undir vatnsborðinu

Skráning

Put Address Here