Reynir Friðriksson mun vera með tvíhendunámskeið í Þrastalundi í Sog 24. maí. Hann er einn leiðbeinenda við Ferðamálaskóla Íslands þar sem kennd er veiðileiðsögn.
Reynir er hlaðinn fróðleik og ætti að geta hjálpað bæði byrjendum og lengra komnum en hann hefur kennt fluguköst í mörg ár ásamt að sinna kennslu og leiðsögn við veiðimenn.
Tilvalið fyrir þá sem vilja ná betri tækni með tvíhenduna.
Námskeiðið er 3 tímar og ættu nemendur að sjá mikla framför af tvíhenduköstum sínum
Tvö námskeið verða í boði þennan daginn, sem hefjast kl 10.00 og 15.00. Aðeins er pláss fyrir fjóra á hvort námskeiðið
Staðsetning: Þrastalundur Hittumst á bílatæðinu hér
Tími: 24. maí, 10.00-13.00 eða 15.00-19.00
18.000kr fyrir Veiðifélaga
20.000kr fyrir aðra.