Stangarsmíði - Fish Partner

Stangarsmíði

Námskeið í stangarsmíðum

Íslenska fluguveiðiakademían kynnir námskeið í stangarsmíðum. Kennari er Gunnar Ólafsson.
Staðsetning: Húsakynni Ferðamálaskóla Íslands að Bíldshöfði 18 í Reykjavík
Tímasetning: 22, 23 janúar 2022. 10:00-16:00

Nemendur fá einstakt tækifæri til að læra listina að setja saman stangir. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Ferðamálaskóla Íslands að Bíldshöfði 18 í Reykjavík 22 og 23 janúar. Námskeiðið hefst klukkan 10:00.

Á námskeiðinu verða stigin fyrstu skrefin í stangarsmíði og viðgerðum, farið verður yfir sögu iðnarinnar og þá tækni sem stangarsmiður þarf að búa yfir. Grunnhandtök verða kennd og gert ráð fyrir að nemendur geti haldið áfram eftir námskeiðið að smíða sínar stangir. Þá munu nemendur læra á stangir og hvers konar stangir henta hverjum tilgangi.

Nemendur munu smíða stöng á námskeiðinu og efni til stangarsmíða eru innifalin í þátttökugjaldi. Nemendum gefst kostur á að velja milli glertrefja (fiberglass) annars vegar og grafít hins vegar. Báðar stangirnar eru níu fet fyrir línu númer fimm.

Innifalið í verði er stangarefni, þ.e.:

Korkur
Lykkjur
Hjólfesta
Þræðir, litir að eigin vali
Epoxy
Glæsileg handsmíðuð vinnustöð (sjá myndir)
Kennsla við alla verkferla

Verð:

Glertrefjastöng: 69.000 kr.
Grafítstöng: 69.900 kr.

Nemendum er bent á möguleikann á niðurgreiðslu frá stéttarfélögum og að yngri kynslóðin geti nýtt frístundarkortið eða samskonar styrki.

Veiðifélagar fá 5000kr afslátt af námskeiðinu. Nota þarf afsláttar kóða sem finna má undir “afslættir veiðifélaga”

Kennarar

Gunnar Ólafsson

Gunnar Ólafsson

Gunnar Ólafsson kennir námskeiðið. Gunnar hefur gert við veiðistangir og smíðað þær undanfarin 20 ár. Hann hefur starfað undir eigin merki, FISK rods, síðan árið 2012. Hann lærði fyrst af bókum og svo af reyndari smiðum erlendis.

Gunnar var búsettur í Noregi í sex ár og starfaði við barnavernd og sem vélstjóri. Hann er nýlega fluttur aftur heim ásamt konu sinni og þremur börnum og býr á Ísafirði og starfar við frumkvöðlasetrið Djúpið ásamt því að vera í ýmsum rekstri.

Upplýsingar um Gunnar og myndir af áhugaverðum verkefnum má finna á eftirfarandi vefum:
www.facebook.com/friendlyfisk

https://www.djupid.net/

Skráning

Put Address Here