Flugukast – Byrjendanámskeið - Fish Partner

Flugukast – Byrjendanámskeið

Flugukast – Byrjendanámskeið

Íslenska fluguveiðiakademían kynnir flugukastnámskeið fyrir byrjendur. Kennarar eru allir með kennararéttindi frá FFI (Fly Fishers International).
Staðsetning: Íþróttahús Rimaskóla, Rósarima 11.
Tímasetning: Miðvikudagar milli 19:45 og 21:45.

 
Byrjendanámskeið er undirstöðunámskeið fyrir byrjendur sem og lengra komna. Farið er yfir helstu grunnatriði í flugukasti og nemendum kennt að kasta rétt. Aðferðin sem kennd er mun gefa nemendum mikla færni á skömmum tíma. Námskeiðið hentar einnig veiðimönnum sem vilja bæta sig í grunnþekkingu. Á námskeiðunum fá nemendur persónulega og einstaklingsmiðaða kennslu þar sem aðeins fjórir nemendur verða á hverju námskeiði. Hverju námskeiði er stýrt af einum kennara en allir kennarar eru með kennararéttindi frá Fly Fishers International

Helstu þættir:
– Afslöppuð líkamsstaða og hreyfingar.
– Viðnám og stærð á kastlykkjum.
– Hugtökin kastvinkil, kastsveifla og kraftbeiting útskýrð.
– Stjórn á flugulínunni í kasti.
– Samræmi milli hægri og vinstri handar í köstunum.
– Að fá línuna til að leggjast beint á vatnsflötin

Fluguveiðiakademían útvegar stangir ef nemendur eiga ekki sjálfir. Vinasamlegast óskið eftir lánsstöngum fyrirfram

Verð: 17.900 kr. námskeiðið. Hvert námskeið er tvær klukkustundir.

Nemendum er bent á möguleikann á niðurgreiðslu frá stéttarfélögum og að yngri kynslóðin geti nýtt frístundarkortið eða samskonar styrki.

Veiðifélagar fá 3000kr afslátt af námskeiðinu

Kennarar

Björn kastkennari

Björn Gunnarsson

Hefur veitt frá unga aldri og stundað veiðileiðsögn í mörg ár.
Hann lauk kastkennarprófi frá Fly Fishers International vorið 2016 og hefur sú kunnátta nýst sérstaklega vel á árbakkanum og margir veiðimenn notið góðs af.

Ásamt eiginkonu sinni, Höllu Sólveigu, rekur Björn litla ferðaskrifstofu, rivernorth.is sem að sjálfsögðu snýst um veiði.

Á veturna stundar Björn annars konar kennslu, en þá kennir hann á klassískan gítar. Árið 2000 lauk hann MM prófi frá Hartt School of Music, University of Hartford, í Bandaríkjunum. Eftir 5 ára búsetu þar lagði Björn stund á gítarnám á Spáni í eitt og hálft ár. Í dag er Björn búsettur í 101 Reykjavík ásamt eiginkonu, þremur börnum og einum ketti. Hann er deildarstjóri gítar – og hörpudeildar í Tónlistarskóla Kópavogs og kennir auk þess í Tónmenntaskólanum í Reykjavík.

Flugukast.is lax

Börkur Smári Kristinsson

Hefur veitt allt sitt líf en fékk fyrst að prófa flugustöng þegar hann var 15 ára gamall. Hann féll strax fyrir fluguveiðinni og sökkti sér í hana af fullum krafti. Fljótlega fór hann að kenna ungu kynslóðinni að veiða og fór í framhaldinu á réttindanámskeið hjá Fly Fishers International árið 2011 sem opnaði nýjan heim fyrir honum. Börkur hefur síðan þá kennt flugukast á hverju sumri á vegum flugukast.is þar sem hann leggur áherslu á að fólk upplifi ánægju og gleði þess að geta kastað flugu á einfaldan en áhrifaríkan máta. Fyrir nokkrum árum gerði hann stutta þáttaröð um flugukasttækni þar sem farið var yfir lykilatriði flugukasta – að kasta í vindi, veltikasta og ýmislegt fleira. Þessir þættir eru aðgengilegir á netinu og hægt er að sjá fyrsta þáttinn með því að smella hér. Þegar Börkur er ekki að kenna, veiða eða leiðsegja þá starfar hann sem umhverfisverkfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu, rennir sér niður fjallshlíðar á fjallahjóli og reynir að hafa ofan af tveimur ærslamiklum börnum.

Kastkennari

Hilmar Jónsson

Hefur stundað veiðiskap frá unga aldri. Eftir að hann kynntist fluguveiði sem ungur drengur var fræi sáð sem hefur vaxið og dafnað síðan. Hilmar lauk fyrstur Íslendinga kastkennaraprófi frá Fly Fishers International árið 2008. Síðan þá hefur flugukastkennslan verið hans helsta áhugamál.

Hilmar hefur kennt víða um heim, m.a. á Englandi, Írlandi, Skotlandi, og Þýskalandi. Mest hefur hann kennt smærri hópum en hann hefur verið leiðbeinandi á sýningum eins og EWF í Þýskalandi. Auk þess að kenna fluguköst vinnur Hilmar sem leiðsögumaður við ýmsar ár hér á landi.

Myndir frá

Flugukast – Byrjendanámskeið

Skráning

https://fishpartner.is/vara/flugukast-byrjenda-namskeid/
Put Address Here