Fréttir af Tungufljóti og laxinn mættur.
Það var stoppað við og veitt eina og hálfa vakt og að sjálfsögðu var lax.
Sett var í lax, nýgengin smálax í Fitjabakka sem lak af í löndun. Síðan var haldið í Búrhyl en þar stökk einn á sunray sem náði ekki flugunni. Það var svo Grafarvaðið sem gaf en þar komu tveir vænir laxar, 70 og 80cm.
Nú er laxinn að ganga í fljótið og ágúst er besti mánuðurinn til að veiða lax í Tungufljóti í Skaftafellssýslu.
Laus leyfi má sjá hér.
