Lærði sjálfur að hnýta þegar hann fór sjö ára gamall á fluguhnýtingarnámskeið og hefur hnýtt mikið alla tíð síðan. Hann fer erlendis á sýningar þar sem hann sýnir listir sínar í fluguhnýtingum og hefur hann mikla sérstöðu þegar kemur að hnýtingum á litlum laxaflugum. Hann vinnur sem leiðsögumaður í laxveiði á sumrin og eru fluguveiðar og fluguhnýtingar mikil ástríða hjá honum.