Hefur stundað veiðiskap frá unga aldri. Eftir að hann kynntist fluguveiði sem ungur drengur var fræi sáð sem hefur vaxið og dafnað síðan. Hilmar lauk fyrstur Íslendinga kastkennaraprófi frá Fly Fishers International árið 2008. Síðan þá hefur flugukastkennslan verið hans helsta áhugamál.
Hilmar hefur kennt víða um heim, m.a. á Englandi, Írlandi, Skotlandi, og Þýskalandi. Mest hefur hann kennt smærri hópum en hann hefur verið leiðbeinandi á sýningum eins og EWF í Þýskalandi. Auk þess að kenna fluguköst vinnur Hilmar sem leiðsögumaður við ýmsar ár hér á landi.