Eiður Kristjánsson - Fish Partner
Eiður Kristjánsson fluguhnýtari

Eiður Kristjánsson

Eiður byrjaði að hnýta sjálfur 2009 og hefur varla stoppað síðan. Mest hefur hann einbeitt sér að silungaflugum, enda þekkir hann vel til þar. Eiður hefur haldið úti YouTube rás þar sem hann sýnir hvernig á að hnýta þekktar íslenskar flugur og aðrar sem hafa verið honum gjöfular í gegnum árin. Eiður er meðlimur í Pro Team hjá hinum virta danska króka framleiðanda Ahrex Hooks.