Börkur Smári Kristinsson - Fish Partner
Flugukast.is lax

Börkur Smári Kristinsson

Hefur veitt allt sitt líf en fékk fyrst að prófa flugustöng þegar hann var 15 ára gamall. Hann féll strax fyrir fluguveiðinni og sökkti sér í hana af fullum krafti. Fljótlega fór hann að kenna ungu kynslóðinni að veiða og fór í framhaldinu á réttindanámskeið hjá Fly Fishers International árið 2011 sem opnaði nýjan heim fyrir honum. Börkur hefur síðan þá kennt flugukast á hverju sumri á vegum flugukast.is þar sem hann leggur áherslu á að fólk upplifi ánægju og gleði þess að geta kastað flugu á einfaldan en áhrifaríkan máta. Fyrir nokkrum árum gerði hann stutta þáttaröð um flugukasttækni þar sem farið var yfir lykilatriði flugukasta – að kasta í vindi, veltikasta og ýmislegt fleira. Þessir þættir eru aðgengilegir á netinu og hægt er að sjá fyrsta þáttinn með því að smella hér. Þegar Börkur er ekki að kenna, veiða eða leiðsegja þá starfar hann sem umhverfisverkfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu, rennir sér niður fjallshlíðar á fjallahjóli og reynir að hafa ofan af tveimur ærslamiklum börnum.