Hefur veitt frá unga aldri og stundað veiðileiðsögn í mörg ár.
Hann lauk kastkennarprófi frá Fly Fishers International vorið 2016 og hefur sú kunnátta nýst sérstaklega vel á árbakkanum og margir veiðimenn notið góðs af.
Ásamt eiginkonu sinni, Höllu Sólveigu, rekur Björn litla ferðaskrifstofu, rivernorth.is sem að sjálfsögðu snýst um veiði.
Á veturna stundar Björn annars konar kennslu, en þá kennir hann á klassískan gítar. Árið 2000 lauk hann MM prófi frá Hartt School of Music, University of Hartford, í Bandaríkjunum. Eftir 5 ára búsetu þar lagði Björn stund á gítarnám á Spáni í eitt og hálft ár. Í dag er Björn búsettur í 101 Reykjavík ásamt eiginkonu, þremur börnum og einum ketti. Hann er deildarstjóri gítar – og hörpudeildar í Tónlistarskóla Kópavogs og kennir auk þess í Tónmenntaskólanum í Reykjavík.