Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Tsimane – Bólivía
Hvar
Veiðisvæðið er staðsett á miðju verndarsvæði Tsimane ættbálksins í Bólivíu. Svæðið er afar afskekkt og býður upp á ótrúlega upplifun. Þess ber að geta að starfsemin á svæðinu er unnin í miklu samstarfi við Tsimane ættbálkinn og verndun svæðisins gætt í hvívetna.
Veiðin
Á Tsimane svæðinu gefst veiðimönnum tækifæri á að eltast við risavaxna Dorado í litlum og tærum ám sem renna um fjalllendið, inni í miðjum frumskógi. Það er ótrúlegt magn af fiski á svæðinu en hafa ber í huga að þeir geta verið erfiðir við að eiga og því ber veiðimanni að hlusta vel á það sem leiðsögumennirnir ráðleggja, m.a. Varðandi flugnaval o.þ.h.
Veiðihúsin
Það eru þrjú veiðihús á svæðinu sem þjónusta mismunandi veiðisvæði. Öll húsin eru búin öllum helstu þægindum svo sem prívat baðherbergjum, fríu Wi-Fi, lítilli flugubúð og ókeypis þvottaþjónustu. Maturinn í húsunum er alþjóðlegur, með blöndu af Argentískum, Bólivískum og Chileískum matarhefðum.
Sécure Lodge
Þjónustar Sécure ána og nærliggjandi svæði. Sécure áin á upptök sín þar sem árnar Nutusama og Cascarilla mætast. Efsta svæðið í Sécure ánni er gríðarlega fallegt þar sem kristaltært vatnið rennur inni á milli fjallana og inni í frumskóginum. Þarna eru algjörar kjöraðstæður fyrir Dorado veiði en á svæðinu má finna fiska allt að 30 pundum. Að auki má finna tegundir á borð við Pacú, Moturo, Surubi og Yatorana. Allt fiskar sem er virkilega gaman að eltast við á stöng
Agua Negra Lodge
Þjónustar Agua Negra ána og Chimoro ána. Agua Negra er hliðará Sécure árinnar. Áin er tær og frekar grunn sem gerir það að verkum að afar auðvelt er að vaða hana. Áin rennur letilega niður dal og býður upp á mjög fjölbreytta veiðistaði. Þarna ræður Dorado ríkjum, en einnig er mjög góður stofn af Yatorana. Efri hluti Agua Negra árinnar er krúnudjásnið en þar er að finna gríðarlegt magn af stórum Dorado, Yatorana og Pacú. Þetta er draumastaður fyrir þá sem vilja sjónkasta á stóra fiska. Ásamt því að þjónusta Agua Negra ána hafa veiðimenn einnig kost á því að veiða Chimoro ána. Það er lítil og nett á sem geymir Dorado upp að 15 pundum.
Pluma Lodge
Þjónusta árnar Pluma og Irisama. Pluma áin er kristaltær og er ögn frábrugðin hinum ánum að því leytinu til að hún rennur um örlítið opnara svæði. Áin er frekar grunn á stóru svæði sem gerir það að verkum að auðvelt er að vaða hana. Í Pluma ánni er að finna allar fjórar helstu tegundirnar sem finna má á Tsimane svæðinu; Dorado, Pacú, Yatorana og Surubí.
Irisama áin er eftirlætið hjá mörgum veiðimönnum sem hafa vanið komur sínar á Tsimane svæðið. Henni svipar til Pluma árinnar hvað varðar breidd en hún er nokkuð straumharðari og aðgengi ekki alveg eins auðvelt. Þetta er klassísk hálendisá þar sem finna má gríðarlega fjölbreytta veiðistaði, djúpa pytti og langa og hæga hyli. Irisama áin er sennilega sú á sem er hvað mest krefjandi líkamlega að veiða á Tsimane svæðinu.
Þyrluveiði
Nýjasta viðbótin við Tsimane er möguleikin á því að ferðast um svæðið á þyrlu og fá þannig aðgang að svæðum sem eru svo gott sem ósnortin. Á þessum svæðum er að finna fiska sem hafa jafnvel aldrei séð flugu. Yfir daginn er flogið á milli veiðistaða í nokkrum stuttum flugferðum. Upplifunin er ævintýraleg og eitthvað sem enginn mun gleyma. Til þess að halda pressu á svæðinu í algjöru lágmarki er einungis pláss fyrir 4 gesti á viku í þyrluveiðinni.
Gestir í þyrluveiðinni gista í Pluma veiðihúsinu og hafa aðgang að prívat aðstöðu fyrir hópinn.
Búnaður
Stangir
Einhendur númer #8 eða #9. Kjörið að vera með tvær stangir klárar í hvert sinn. Eina með flotlínu og eina með intermediate línu með glærum enda. Mjög mikilvægt að hafa eina eða tvær varastangir með í ferðalagið.
Hjól
Þetta er ferskvatnsveiði en þó mælum við með hjóli með lokaðri bremsu. Mikilvægt er að vera með sterk og vönduð hjól sem þola átökin við fiskana sem þarna leynast
Línur
Það er mikilvægt að velja línur sem þola heitt loftslag. Flotlínur eru mest notaðar en mjög gott að vera með intermediate línur með glærum enda.
Flugur
Baitfish flugur ýmiskonar ásamt popperum, sliderum og divers. Svartar straumflugum með rauðu, gulu, órans grænu eða fjólbláu skotti eru mjög vinsælar. Ekki er ráðlagt að vera með of “flashy” flugur. Fyrir yfirborðsveiði eru flugur á borð við Foam poppers, Dhalberg Diver og Pole Dancer mjög góðir kostir. Athugið að agnhaldslausir krókar eru skylda á svæðinu
Annar búnaður
Hér er ekki veitt af bátum eins og tíðkast víða annars staðar heldur er vaðið. Þó ekki alveg eins og við þekkjum á Íslandi. “Wet wading” er það kallað þegar ár og vötn eru vaðin án þess að vera í vöðlum. Mælt er með að taka með buxur úr efni sem er fljótt að þorna, neoprene sokka og skó með felt botni. Botninn er þannig gerður að skór með gúmmíbotni eru ekki eins stöðugir. Að mælum við með að hafa vatnsheldan bakpoka með yfir daginn fyrir dót s.s aukahjól, myndavélar, síma o.þ.h.
Tímabil
Veiðitímabilið á Tsiname svæðinu er frá Maí til, og með, Október. Þetta er þurrka tímabil og þarna eiga allra stærstu göngurnar af Dorado og Sabalo sér stað. Þetta tímabil flokkast sem vetur, þó að hann sé ekki alveg eins og við megum venjast á Íslandi. Hitinn á daginn er á bilinu 20 – 35 gráður á celcius. Næturnar eru þó heldur kaldari.
Verð
Verð frá 7600$ vikan.
Flug, þjóðgarðs og frumbyggja gjöld ekki innifalið.
Hafa Samband
Put Address Here
Vinsæl veiðisvæði
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.