Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Tjuonajokk – Svíþjóð
Hvar
Tjuonajokk veiðibúðirnar er staðsettar í Lapplandi, sem er nyrsta hérað Svíþjóðar. Búðirnar standa við Kaitum ána en hún er ein síðasta ósnortna áin í Svíþjóð. Svæðið er gríðarlega afskekkt og næsti vegur í um 35km fjarlægð. Síðasti leggur ferðalagsins til Tjuonajokk er því farinn á þyrlu.
Veiðin
Aðal áherslan er á Grayling (ísl. Harri) en svæðið í kringum Tjuonajokk er þekkt sem eitt allra besta Grayling svæðið í heiminum. Að auki er mjög góð veiði á urriða, bleikju og geddu.
Veiðihúsið
Réttara væri að tala um veiðibúðir. En þær samanstanda af nokkrum húsum sem gist er í, frábærum veitingastað og lítilli verslun þar sem hægt er að kaupa veiðibúnað og helstu nauðsynjar. Segja má að ferðalag til Tjuonajokk sé frábær leið til þess að kúpla sig alveg út í nokkra daga. Það er ekkert farsímasamband og hvað þá netsamband. Þú ert þarna til þess að veiða og upplifa.
Matur
Á veitingahúsinu er borinn fram 3 rétta kvöldverður á hverjum degi þar sem það er gríðarlega mikilvægt að nærast vel eftir dag í veiði. Matseðillinn er fast skorðaður og fyrir fram ákveðinn. Það er vegna þess að svæðið er mjög afskekkt og vanda þarf valið á matarbirgðum mjög vel. Reynd er eftir fremsta megni að vera eins sjálfbært og mögulegt er og nýta allt það hráefni sem finnst í umhverfinu.
Hvernig kemst ég þangað?
Flogið er til Stokkhólms og þaðan tekið innanlands flug til Kiruna í Norður-Svíþjóð. Þegar komið er til Kiruna er síðan farið á þyrlu, eða snjósleða til Tjuonajokk ferðalagið þangað tekur um 90 mínútur í þyrlu og er innifalið í verðinu.
Veiðitímabilið
Tímabilið hérna er mjög stutt, eða aðeins í júlí og ágúst. Það er gerir það samt að verkum að veiðin er frábær allt tímabilið.
Grayling
Grayling hryggnir um það bil þegar snjóa leysir og geta þess vegna verið aðeins horaðri í byrjun tímabils en eru fljótir að jafna sig þegar líður á tímabilið. Þegar líður á tímabilið er bjart nánast allan sólarhringinn og því hægt að veiða langt inn í nóttina.
Urriði
Urriðaveiðin er mjög skemmtileg í byrjun tímabils þegar það er mikið vatn á svæðinu. Þegar líður á tímabilið verður næturveiðin á urriða virkilega skemmtileg en eins og áður segir er bjart allan sólarhringinn seinnipart sumars.
Gedda
Gedduveiðin er yfirleitt best snemma á tímabilinu þegar vatnshiti er í lágmarki. Á þessu svæði hitnar vatnið hinsvegar aldrei mikið og því veiðist geddan allt tímabilið. Um mitt tímabil verður hinsvegar erfiðara að finna hana og því er gott að hafa vanan leiðsögumann með sér.
Verð
Verð frá 39.000 SEK vikan.
Flug ekki innifalið.
Hafa Samband
Put Address Here
Vinsæl veiðisvæði
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.