Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Tarpon Ville – Kosta Ríka
Hvar
Tarpon Ville er staðsett í Kosta Ríka. Nánar tiltekið syðst á strandlengjunni við Karabíska-hafið, rétt fyrir ofan landamærin að Panama.
Veiðin
Í Tarpon Ville færðu tækifæri á að eltast við, og landa, stærstu fiskum sem þú munt nokkurntíman komast í tæri við. Það er alls ekki óalgengt að landa Tarpon sem er yfir 100 pund, og alltaf líkur á að setja í fiska um 200 pund. Þó svo að Tarpon verði alltaf aðalleikarinn í veiðinni hjá okkur þá er ekki þar með sagt að það sé eini fiskurinn sem veiðist. Jacks og Snook ( ísl. Snasi og Hrossatirtla) veiðast einnig í töluverðu magni og geta orðið orðið mjög stórir. Sérstaklega Jacks, en ekki er óalgengt að veiða um 30 punda fiska.
Veiðihúsið
Í veiðihúsinu í Tarpon Ville gætir allra helstu þæginda. Öll herbergin eru búin tveimur rúmum og baðherbergi. Loftræstingin er fyrsta flokks sem gerir það að verkum að hitabeltisloftslagið hefur lítil áhrif á svefninn, enda mikilvægt að hvílast vel eftir að hafa barist við tröllin sem búa í sjónum í kring. Öll herbergin fyrir utan eitt eru með útsýni yfir ströndina, en rétt fyrir utan hana er eitt fallegasta kóralrif í Karabískahafinu. Húsið er staðsett rétt fyrir utan þorpið Manzanillo, á miðju verndarsvæði. Dýralífið þarna er engu líkt og samanstendur af villtum öpum, letidýrum og fuglalífi sem er hreint út sagt ótrúlegt.
Matur og afþreying
Allar máltíðir í veiðihúsinu eru eldaðar á staðnum. Lögð er rík áhersla á að nýta hráefni úr nágrenninu og spilar fiskur, ferskt grænmeti og nýtíndir ávextir stórt hlutverk. Innifalið í öllum pökkum er daglegur “Happy Hour” sem inniheldur rom og bjór. Að auki er hægt að kaupa blandaða drykki á barnum hjá okkur. Fyrir þá sem hafa minni áhuga á veiði er nóg um að vera. Á meðal þess sem við bjóðum upp á eru bátsferðir í leit að höfrungum, útreiðatúrar, göngutúrar um verndarsvæðið með leiðsögumanni, köfun og margt fleira. Þá er vert að geta að næturlífið í Puerto Viejo er nánast goðsagnakennt og vel þess virði að heimsækja.
Hefbundinn dagskrá yfir daginn
Morgunmatur – 6:30
Haldið á veiðislóð – 6:50
Hádegismatur – 12:00
Haldið til baka í húsið – 17:00
Happy Hour – 17:00 – 18:00
Kvöldmatur – 19:00
Hvernig kemst ég þangað
Flogið er til San Jose á Kosta Ríka. Þaðan er svo annað hvort flogið til Puerto Limon, eða farið með bíl. Flugvélarnar sem eru notaðar í flug á milli San Jose og Puerto Limon eru gjarnan frekar litlar. Þar af leiðandi hefur það borið við að ef um stóran hóp er að ræða sé ekki pláss fyrir allan farangurinn. Þess vegna mælum við með því að stærri hópar velji að ferðast með bíl til Puerto Limon. Ferðin tekur um 4 klukkustundir og getum við útvegum góða og vandaða bíla sem eru búnir ókeypis nettengingu og góðri loftræstingu.
Hvað skjöl þarf ég að hafa með?
Til að komast inn í Kosta Ríka þarf að hafa meðferðis gilt vegabréf og gildistíminn þarf að vera að minnsta kosti 6 mánuði fram yfir tímann sem þú áætlar að vera í landinu.
Búnaður
Stöng og hjól
Við mælum með stöngum númer 12-14 fyrir Tarpon veiði. Það er í lagi að vera með stöng númer 10 eða 11 fyrir minni fiskinn en um leið og þú setur í fisk um 100 pund þá er betra að vera með alvöru stöng til þess að hjálpa þér. Það er lykilatriði að vera með stífa stöng, bæði til þess að ná betur að kasta en einnig til þess að ráða við tröllin sem þarna eru. Fluguhjólið þarf að vera sterkt en það er einmitt í þessari veiði sem bremsukerfið í hjólunum þarf virkilega að sanna sig. Það er alls ekki óalgengt að bremsan hreinlega gefi sig í hjólum sem eru ekki hönnuð fyrir þessa veiði og því mælum við eindregið með að vanda valið þegar kemur að vali á fluguhjóli. Við mælum með að vera með að minnsta kosti 250 metra af undirlínu á hjólinu.
Flugulína
Við mælum með hægsökkvandi línu. Sökkendar með mismunandi sökkhraða virka vel, en það er þægilegra að kasta hægsökkvandi línunni. Flugan þarf helst að sitja um 1 metra undir yfirborðinu og það næst best með intermediate línu. Í þessari veiði skiptir undirlínan virkilega miklu máli því þegar þú setur í 100+ punda fisk þá fer hann niður á undirlínu. Þ.a.l mælum við með vandaðri og mjög sterkri undirlínu, 30# dacron sleppur en betra er að vera með 40# dacron til að vera öruggur. Svo það sé aftur sagt þá mælum við með að minnsta kosti 250 metrum af undirlínu og það er mikilvægt að láta atvinnumann setja hana á hjólið. Það minnkar líkurnar á að hún flækist þegar fiskurinn tekur roku.
Taumar
Við mælum með beinum 100 punda taum. Tarpon er ekki taumstyggur og þarf því ekki kóníska tauma.
Verð
Verð frá 3950$ vikan.
Flug ekki innifalið.
Staðsetning:
Tarpon Ville, Rétt fyrir utan Puerto Viejo - Kosta Ríka
Veiðitímabil:
Allt árið
Hafa Samband
Put Address Here
Vinsæl veiðisvæði
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.