Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Tarpon Caye Lodge – Belís
Hvar
Tarpon Caye er lítil eyja sem er staðsett um 20 kílómetra frá Placencia sunnarlega í Belís.
Veiðin
Svæðið í kringum Tarpon Caye er ótrúlega lifandi og geymir nánast óteljandi tegundir af fiski. Eftirsóknarverðustu tegundirnar eru þó að sjálfsögðu Tarpon, Permit og Bonefish. Ástæðan fyrir því að eyjan heitir “Tarpon Caye” er sú að hún er staðsett mitt í Viktoríu-sundi en tarpon göngurnar fara einmitt allar þar í gegn. Eyjan er því gríðarlega vel staðsett og möguleikarnir á að setja í einn af þessum risum eru því töluverðir.
Veiðihúsin
Veiðihúsin samanstanda af nokkrum skálum sem allir eiga það sameiginlegt að vera búnir öllum nauðsynlegum þægindum til þess að slaka á fyrir, og eftir langan dag í veiði. Skálarnir eru allir á eða við ströndina og því er hægt að sitja á pallinum, halla sér aftur, og fylgjast með lífríkinu í kring en það er töluvert sjónarspil að sjá skötur, permits og tarpon synda rétt við þröskuldinn á skálanum.
Matur
Aðeins úrvalshráefni úr nágrenninu er notað til matargerðar á eyjunni. Á meðan þú ert að veiða er ekki ólíklegt að sjá kokkin veiða líka. Þannig tryggjja þeir að þú fáir alltaf ferskan fisk í matinn. Þér er velkomið að koma með fisk sem þú veiddir sjálfur og fá hann eldað hann fyrirr þig eins og þú vilt. Að auki er boðið upp á grill að hætti heimamanna, ferskt grænmeti og ávexti. Allt saman ræktað og týnt á eyjunni.
Búnaður og leiðsögumenn
Það er ágætt að hafa í huga hvaða tegundir á að eltast við. Ef Tarpon er það sem á að veiða þá mælum við t.d. Með stöng #12 og sökklínu og svo aðra spólu með flotlínu til öryggis. Fyrir Permit mælum við með stöng #10 og flotlínu og fyrir Bonefish stöng #8 og flotlínu. Hjólin skulu alltaf vera með lokaðri bremsu sem þolir saltvatn og línurnar þurfa að vera sérstaklega ætlaðar í saltvatn.
Leiðsögumennirnir eru allir heimamenn. Fæddir og uppaldir við ströndina og búnir að veiða frá því þeir voru litlir. Þeir þekkja svæðin því gríðarlega vel og vita hvað þarf til þess að veiða risana sem synda hérna um. Þeir eru líka virkilega góðir flugukastarar og eru meira en tilbúnir að veita tilsögn um hvernig skal koma flugunni út og leggja hana fyrir fiskinn.
Veiðitímabilin
Segja má að tímabilið frá mars og fram í ágúst sé besti tíminn til þess að veiða Tarpon, Permit og Bonefish. Utan þess tíma veiðist þó að sjálfsögðu vel en mars – ágúst er svokallað “prime time”. Fyrir utan þessar tegundir er aragrúi fleiri tegunda sem er virkilega gaman að taka á stöng og veiðast árið um kring. Veiðihúsin eru starfrækt allt árið og því algjörlega kjörið að kíkja til Belís þegar tímabilið er ekki byrjað á Íslandi, eða eftir af því líkur.
Verð
Verð frá 4200$ vikan.
Flug ekki innifalið.
Hafa Samband
Put Address Here
Vinsæl veiðisvæði
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.